Viðskipti innlent

Tekur við stöðu upp­­­lýsinga­full­­trúa HS Orku

Atli Ísleifsson skrifar
Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir. HS Orka

Birna Lárusdóttir fjölmiðlafræðingur hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi HS Orku.

Í tilkynningu segir að Birna eigi að baki langan feril í ritstjórn, þýðingum, fréttamennsku og upplýsingagjöf og hafi meðal annars gegnt stöðu upplýsingafulltrúa Vesturverks á Ísafirði, dótturfyrirtækis HS Orku. Þá hafi hún einnig starfað um árabil að sveitarstjórnarmálum.

„Birna er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá University of Washington og M.A. gráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er Reykvíkingur að uppruna, bjó lengst af á Ísafirði en er nú búsett í Hafnarfirði. Sambýlismaður hennar er Hallgrímur Kjartansson, heimilislæknir, og eiga þau fjögur börn.

HS Orka er þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins en fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Svartsengi og Reykjanesvirkjun, ásamt vatnsaflsvirkjuninni Brúarvirkjun í Biskupstungum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×