Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.

Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætlar að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna flóttafólks sem búið er að þjónustusvipta og er heimilislaust. Hún segir sveitarfélögin skyldug til að þjónusta fólk en vill fá samtal. 

Hægt hefur á öflugri skjálftahrinu sem hófst í gærkvöldi suðvestur af Reykjanesskaga. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við sérfræðing á Veðurstofunni sem telur allt benda til þess að um hefðbundna skjálftavirkni sé að ræða. Enginn gosórói mælist á svæðinu.

Miklar breytingar verða gerðar á barnaverndarkerfinu hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Við heyrum í ráðherra sem leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin.

Þá förum við yfir stöðu mála eftir hamfarirnar á Maui og kynnum við okkur bandarískar sprengjuþotur sem komu til landsins í gær - en þeim fylgir um tvö hundruð manna liðsafli. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×