Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 12:46 Utanríkisráðherra segir veru bandaríska hersins hér á landi fela í sér mikla æfingu fyrir starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu í Keflavík. Steingrímur Dúi/ U.S Airforce Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira