Hittust fyrir tilviljun í flugvél Icelandair og eru í dag hjón Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 20:00 Þegar Icelandair heyrði af ástarsögu parsins ákvað flugfélagið að gefa þeim farmiða til Íslands í brúðkaupsgjöf. Vísir/Vilhelm Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón. Bandaríski fréttamiðilinn People birti þessa fallegu ástarsögu nú á dögunum og ræddi við parið. View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Ræddu um heima og geima Í apríl á seinasta ári var Sasha að útskrifast úr háskóla og var á leið á námskeið í London. Hún var búsett í Colorado Springs. Hún rifjar upp í samtali við blaðamann People þegar hún kom sér fyrir í flugvélinni og tók eftir því að sætið við hliðinni á henni var autt. Framundan var sjö klukkustunda næturflug yfir Atlandshafið. Hún hugsaði með sér að þetta væri heppilegt: nú gæti hún teygst almennilega úr sér og náð að sofa í fluginu. En þá birtist flugfreyja og tilkynnti henni að þar sem að flugvélin væri nánast full þá þyrfti annar farþegi að nota auða sætið. Sasha segir að í fyrstu hafi hún verið svekkt. „En um leið og ég sá Daniel, þá hugsaði ég: „Þetta á eftir að vera frábært!“ Maðurinn sem settist við hliðina á henni reyndist vera Bandaríkjamaður að nafni Daniel Gutierrez. Daniel er verkfræðingur og var á þessum tíma búsettur í Denver, í klukkustundarfjarlægð frá heimili Söshu í Colorado Springs. Hann var á leið til Edinborgar. „Það skemmtilega var að ég hafði tekið eftir henni á flugvellinum fyrr um kvöldið og fannst hún falleg,“ segir Daniel og bætir við að hann hafi orðið himinlifandi þegar hann komst að því að fallega konan af flugvellinum ætti eftir að vera sessunautur hans í fluginu. Fyrr en varði voru þau Daniel og Sasha komin í hrókasamræður. Næstu klukkutímana ræddu þau um heima og geima; deildu sögum úr lífi sínu og sögðu hvort öðru frá áhugamálum sínum. Þau reyndust bæði vera með mikla ástríðu fyrir ferðalögum. Daniel var að ferðast til Evrópu í fyrsta skipti og þess vegna nýtti hann tækifærið og fékk allskyns ferðaráð frá Söshu, sem hafði áður búið í París og ferðast mikið um álfuna. „Við töluðum lengi um alla staðina sem okkur langaði til að heimsækja,“ segir hann. Fékk sterka tilfinningu Þá segir Sasha að eftir því sem leið á flugið hafi hún fengið það sterklega á tilfinninguna að Daniel ætti eftir að verða eiginmaður hennar í framtíðinni. „Við vorum búin að vera í fluginu í tæpan klukkutíma þegar ég hugsaði með mér: „Ég er að fara að giftast þessum manni.“ Um leið og ég var komin út úr flugvélinni þá sendi ég skilaboð á vinkonu mína og sagði henni að ég hefði hitt framtíðar eiginmann minn um borð í vélinni.“ Hún segist hafa heillast af því hvað Daniel var einlægur. „Hann var svo rólegur, á meðan ég er mjög óskipulögð manneskja. Við áttum auðvelt með að tengjast. Og ég held að það hafi skipt miklu máli, mér fannst ég ekki vera að reyna of mikið. Það var mjög eðlilegt flæði í samtölunum okkar.“ Miklir straumar í loftinu Parið rifjar upp kveðjustundina sem þau áttu þegar vélin lenti á Íslandi. Þau vissu hvorugt hvernig þau áttu að haga sér, hvort þau ættu að faðmast eða ekki. Sasha stakk síðan upp á því við Daniel að þau myndu skiptast á símanúmerum og hann gæti þá verið í sambandi við hana ef hann vantaði frekar ferðaráð. Eftir það kvöddust þau, óviss um hvort þau ættu einhvern tímann eftir að hittast aftur. Sasha var næstu tíu klukkustundirnar á Íslandi og á meðan hún um skoðaði sig um í Reykjavík beið hún óþreyjufull eftir því hvort draumaprinsinn úr flugvélinni ætti eftir að senda henni skilaboð. Engin skilaboð bárust og Sasha flaug síðan til London. Nokkrir dagar liðu og að lokum hvatti vinkona Söshu hana til að taka fyrsta skrefið og senda Daniel skilaboð. Hún var himinlifandi þegar hann svaraði. „Ég fékk fiðrildi í magann, og það var eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ Hittust í Skotlandi Parið var í stöðugum samskiptum næstu daga og ákváðu síðan að hittast í Edinborg, þar sem Daniel var staddur. Það þarf líklega að koma á óvart að þegar þau hittust á ný var spennan mikil og „miklir straumar í loftinu“ eins og Daniel orðar það. Í Edinborg áttu þau góðar stundir, og kysstust svo í fyrsta skipti. En svo var kominn tími til að kveðja á ný. En nú var ekki aftur snúið, og stuttu seinna sendi Sasha skilaboð á Daniel þar sem stóð: „Mig langaði að segja þér að þegar klukkustund var liðin af fluginu þá sagði ég við sjálfa mig: Mig langar að giftast þessum manni.“ Aðspurður um viðbrögð sín við þessum skilaboðum segist Daniel nánast hafa fallið í yfirlið af spennu. „Ég myndi segja að ég hafi fengið einhverskonar adrenalínkikk.“ Bónorð á ströndinni Ekki löngu seinna hittist parið á ný, í þetta sinn í Amsterdam, og þar fóru á sitt fyrsta „opinbera“ stefnumót. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. Þau eru nú bæði komin aftur heim til Bandaríkjanna og hafa komið sér upp heimili í Colorado. Í desember síðastliðnum voru þau stödd á ferðalagi í Dóminíska Lýðveldinu og eftir rómantískan kvöldverð á ströndinni fór Daniel á skeljarnar og bar upp bónorð. Þann 12.ágúst síðastliðinn gengu þau í það heilaga og héldu glæsilega 270 manna veislu í heimabæ sínum. Bæði eru þau haldin mikilli útþrá, og í raun voru það ferðalögin sem færði þau saman. Þau hyggjast því ferðast mikið í framtíðinni, en þau hafa þegar farið saman til Dóminíska Lýðveldisins, Lake Tahoe, Georgíu, Suður Karólínu og Panama. Þau stefna einnig á barneignir. „Um leið og við getum sótt um vegabréf fyrir barnið þá mun hann eða hún koma með okkur upp í flugvél,“ segir Daniel. Sasha segist oft hafa velt því fyrir sér hversu mikil tilviljun það var að leiðir þeirra tveggja lágu saman. Þess ber að geta að eftir að Icelandair heyrði af ástarsögu parsins ákvað flugfélagið að gefa þeim farmiða til Íslands í brúðkaupsgjöf. „Ég held að við hefðum aldrei hitt hvort annað ef ekki væri fyrir Icelandair.“ Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Bandaríski fréttamiðilinn People birti þessa fallegu ástarsögu nú á dögunum og ræddi við parið. View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Ræddu um heima og geima Í apríl á seinasta ári var Sasha að útskrifast úr háskóla og var á leið á námskeið í London. Hún var búsett í Colorado Springs. Hún rifjar upp í samtali við blaðamann People þegar hún kom sér fyrir í flugvélinni og tók eftir því að sætið við hliðinni á henni var autt. Framundan var sjö klukkustunda næturflug yfir Atlandshafið. Hún hugsaði með sér að þetta væri heppilegt: nú gæti hún teygst almennilega úr sér og náð að sofa í fluginu. En þá birtist flugfreyja og tilkynnti henni að þar sem að flugvélin væri nánast full þá þyrfti annar farþegi að nota auða sætið. Sasha segir að í fyrstu hafi hún verið svekkt. „En um leið og ég sá Daniel, þá hugsaði ég: „Þetta á eftir að vera frábært!“ Maðurinn sem settist við hliðina á henni reyndist vera Bandaríkjamaður að nafni Daniel Gutierrez. Daniel er verkfræðingur og var á þessum tíma búsettur í Denver, í klukkustundarfjarlægð frá heimili Söshu í Colorado Springs. Hann var á leið til Edinborgar. „Það skemmtilega var að ég hafði tekið eftir henni á flugvellinum fyrr um kvöldið og fannst hún falleg,“ segir Daniel og bætir við að hann hafi orðið himinlifandi þegar hann komst að því að fallega konan af flugvellinum ætti eftir að vera sessunautur hans í fluginu. Fyrr en varði voru þau Daniel og Sasha komin í hrókasamræður. Næstu klukkutímana ræddu þau um heima og geima; deildu sögum úr lífi sínu og sögðu hvort öðru frá áhugamálum sínum. Þau reyndust bæði vera með mikla ástríðu fyrir ferðalögum. Daniel var að ferðast til Evrópu í fyrsta skipti og þess vegna nýtti hann tækifærið og fékk allskyns ferðaráð frá Söshu, sem hafði áður búið í París og ferðast mikið um álfuna. „Við töluðum lengi um alla staðina sem okkur langaði til að heimsækja,“ segir hann. Fékk sterka tilfinningu Þá segir Sasha að eftir því sem leið á flugið hafi hún fengið það sterklega á tilfinninguna að Daniel ætti eftir að verða eiginmaður hennar í framtíðinni. „Við vorum búin að vera í fluginu í tæpan klukkutíma þegar ég hugsaði með mér: „Ég er að fara að giftast þessum manni.“ Um leið og ég var komin út úr flugvélinni þá sendi ég skilaboð á vinkonu mína og sagði henni að ég hefði hitt framtíðar eiginmann minn um borð í vélinni.“ Hún segist hafa heillast af því hvað Daniel var einlægur. „Hann var svo rólegur, á meðan ég er mjög óskipulögð manneskja. Við áttum auðvelt með að tengjast. Og ég held að það hafi skipt miklu máli, mér fannst ég ekki vera að reyna of mikið. Það var mjög eðlilegt flæði í samtölunum okkar.“ Miklir straumar í loftinu Parið rifjar upp kveðjustundina sem þau áttu þegar vélin lenti á Íslandi. Þau vissu hvorugt hvernig þau áttu að haga sér, hvort þau ættu að faðmast eða ekki. Sasha stakk síðan upp á því við Daniel að þau myndu skiptast á símanúmerum og hann gæti þá verið í sambandi við hana ef hann vantaði frekar ferðaráð. Eftir það kvöddust þau, óviss um hvort þau ættu einhvern tímann eftir að hittast aftur. Sasha var næstu tíu klukkustundirnar á Íslandi og á meðan hún um skoðaði sig um í Reykjavík beið hún óþreyjufull eftir því hvort draumaprinsinn úr flugvélinni ætti eftir að senda henni skilaboð. Engin skilaboð bárust og Sasha flaug síðan til London. Nokkrir dagar liðu og að lokum hvatti vinkona Söshu hana til að taka fyrsta skrefið og senda Daniel skilaboð. Hún var himinlifandi þegar hann svaraði. „Ég fékk fiðrildi í magann, og það var eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ Hittust í Skotlandi Parið var í stöðugum samskiptum næstu daga og ákváðu síðan að hittast í Edinborg, þar sem Daniel var staddur. Það þarf líklega að koma á óvart að þegar þau hittust á ný var spennan mikil og „miklir straumar í loftinu“ eins og Daniel orðar það. Í Edinborg áttu þau góðar stundir, og kysstust svo í fyrsta skipti. En svo var kominn tími til að kveðja á ný. En nú var ekki aftur snúið, og stuttu seinna sendi Sasha skilaboð á Daniel þar sem stóð: „Mig langaði að segja þér að þegar klukkustund var liðin af fluginu þá sagði ég við sjálfa mig: Mig langar að giftast þessum manni.“ Aðspurður um viðbrögð sín við þessum skilaboðum segist Daniel nánast hafa fallið í yfirlið af spennu. „Ég myndi segja að ég hafi fengið einhverskonar adrenalínkikk.“ Bónorð á ströndinni Ekki löngu seinna hittist parið á ný, í þetta sinn í Amsterdam, og þar fóru á sitt fyrsta „opinbera“ stefnumót. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. Þau eru nú bæði komin aftur heim til Bandaríkjanna og hafa komið sér upp heimili í Colorado. Í desember síðastliðnum voru þau stödd á ferðalagi í Dóminíska Lýðveldinu og eftir rómantískan kvöldverð á ströndinni fór Daniel á skeljarnar og bar upp bónorð. Þann 12.ágúst síðastliðinn gengu þau í það heilaga og héldu glæsilega 270 manna veislu í heimabæ sínum. Bæði eru þau haldin mikilli útþrá, og í raun voru það ferðalögin sem færði þau saman. Þau hyggjast því ferðast mikið í framtíðinni, en þau hafa þegar farið saman til Dóminíska Lýðveldisins, Lake Tahoe, Georgíu, Suður Karólínu og Panama. Þau stefna einnig á barneignir. „Um leið og við getum sótt um vegabréf fyrir barnið þá mun hann eða hún koma með okkur upp í flugvél,“ segir Daniel. Sasha segist oft hafa velt því fyrir sér hversu mikil tilviljun það var að leiðir þeirra tveggja lágu saman. Þess ber að geta að eftir að Icelandair heyrði af ástarsögu parsins ákvað flugfélagið að gefa þeim farmiða til Íslands í brúðkaupsgjöf. „Ég held að við hefðum aldrei hitt hvort annað ef ekki væri fyrir Icelandair.“
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira