Framkvæmdirnar eru liður Vegagerðarinnar í því að bæta umferðaröryggi á svæðinu. Um er að ræða miðeyju sem liggur frá hringtorginu við Mathöllina á Selfossi að gangbraut til móts við Hótel Selfoss.
Steyptur verður kantur og eyjan lokuð en til þessa hefur verið op í eyjunni sem hefur gefið ökumönnum á bílastæðinu við Hótel Selfoss og pylsuvagninn færi á að beygja til vinstri út af planinu. Eyjan verður nú lokuð frá hringtorginu og út að gangbraut í suðvesturátt.
Í fundargerð bæjarráðs segir að sett verði upp girðing í eyjunni sem nær frá hringtorginu að gangbrautinni. Hún eigi að hindra vinstri beygjur af hótelplaninu inn á Eyrarveg.