Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 12. ágúst 2023 21:15 Gleðigangan var gengin í góðu veðri í dag. Stöð 2 Landsmenn voru í sólskinsskapi í miðborg Reykjavíkur í dag þegar Hinsegin dagar náðu hápunkti með árlegri gleðigöngu. Samhljómur var í fólki um mikilvægi hátíðarinnar og áherslumál þessa árs, sem eru málefni trans fólks. „Þetta er náttúrlega bara fallegasti dagur sem við höfum fengið í langan tíma og sömuleiðis fallegasti fögnuður sem við eigum. Þið sjáið, það eru allir glaðir, allir hamingjusamir. Ég var að ganga í göngunni og hugsanirnar sem fara í gegnum hausinn á mér eru betri en margir margir sálfræðitímar,“ sagði Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjórnandi. „Við erum til“ Dan og Úlfur voru mætt til þess að fagna í dag.Stöð 2 „Við erum að fagna því að fá að vera opinberlega við sjálf og að geta eytt þessum tíma með community-inu okkar, sagði Dan Helgabur. Hán var ásamt Úlfi Sigurðarsyni mætt niður í bæ til þess að fagna fjölbreytileikanum. „Að vera opinberlega sýnileg og að sjá hversu margir eru að fagna okkur og fagna því að við erum hér, við erum sýnileg, við erum til og að berjast fyrir okkar réttindum,“ sagði Úlfur. Þörf áhersla á málefni trans fólks Gengið var fyrir ýmsa hópa innan hinsegin samfélagsins í dag, til að mynda eikynhneigða, intersex fólk, pankynhneigða og BDSM-hneigða en Eiríkur Ernir Þorsteinsson tilheyrði þeim hópi. „Ég hugsa að hápunkturinn fyrir mig, ég er að ganga fyrir BDSM á Íslandi í dag, að sjá öll glöðu andlitin sem fagna okkur þegar við erum að fagna okkur sjálfum,“ sagði Eiríkur. Sérstök áhersla var lögð á málstað trans fólks í ár og voru gestir sammála um að full þörf er á því. „Ég held að það sé alltaf þörf á að minna á öll mannréttindi. Sérstaklega núna þegar það lítur út fyrir það að það sé einhver viðspyrna við því sem að hefur gengið vel“ sagði Gulla Bjarnadóttir, gestur í gleðigöngunni. Aðrir gestir göngunnar tóku í sama streng í samtali við fréttamann. Litadýrð í heimahúsi Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 var fréttakona stödd í hinsegin-gleðskap í tilefni dagsins, sem er sá allra skrautlegasti í bænum, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Þau Sigsteinn Sigurbergsson, Thelma Hilmarsdóttir og Sigríður Ásdís Guðmundsdóttir eru skipuleggjendur veislunnar. Aðspurður segir Sigsteinn Sigurbergsson að veislan verði árlegur viðburður héðan í frá „Við byrjuðum á þessu í fyrra. Þá byrjuðum við svona lítið. Ég á litla stúdíóíbúð, ef það eru tólf þá er fullt. Þannig að ég ákvað að framlengja hana með tjöldum, og ég gerði það og nú passa sextíu,“ segir Sigsteinn. Sigsteinn, Thelma og Sigríður segjast ætla að skella í lás fyrir miðnætti í kvöld og fara á ball. Stöð 2 „Steini er náttúrlega bara stórtækasti maður lífs okkar. Hann gerði þetta einu sinni, hann vildi gera þetta meira og meira og í ár sagði hann, hey stelpur! við hittumst og málum vegginn í pride litunum,“ segir Thelma, aðspurð hvernig þau hafi farið að því að gera íbúðina svo skrautlega. „Við pöntuðum allt á netinu, við fórum á Instagram að safna. Það er ekkert sem Steini á ekki í pride-litunum nema klósettpappír. Við værum til í hann.“ Sigsteinn segir að að ýmislegt sé í bígerð, aðspurður hvort til standi að toppa veisluna á næsta ári. „Sigga er með hugmyndir, Thelma er með hugmyndir og ég er með hugmyndir. Og svo þurfum við að gera það jú.“ Mikið fjör var í veislunni þegar fréttamaður leit við.Stöð 2 Hann segir veisluna ekki eiga eftir standa yfir fram eftir nóttu. „Þetta verður til ellefu, tólf og svo ætlum við bara að skella okkur að ball, að sjálfsögðu,“ segir Sigsteinn. Rjómablíða í göngunni Vel viðraði í borginni til gleðigöngunnar en gífurlega mikill fjöldi fólks gerði sér leið í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna fjölbreytileikanum. Myndband af stemningunni í miðborginni má sjá hér að neðan. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
„Þetta er náttúrlega bara fallegasti dagur sem við höfum fengið í langan tíma og sömuleiðis fallegasti fögnuður sem við eigum. Þið sjáið, það eru allir glaðir, allir hamingjusamir. Ég var að ganga í göngunni og hugsanirnar sem fara í gegnum hausinn á mér eru betri en margir margir sálfræðitímar,“ sagði Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjórnandi. „Við erum til“ Dan og Úlfur voru mætt til þess að fagna í dag.Stöð 2 „Við erum að fagna því að fá að vera opinberlega við sjálf og að geta eytt þessum tíma með community-inu okkar, sagði Dan Helgabur. Hán var ásamt Úlfi Sigurðarsyni mætt niður í bæ til þess að fagna fjölbreytileikanum. „Að vera opinberlega sýnileg og að sjá hversu margir eru að fagna okkur og fagna því að við erum hér, við erum sýnileg, við erum til og að berjast fyrir okkar réttindum,“ sagði Úlfur. Þörf áhersla á málefni trans fólks Gengið var fyrir ýmsa hópa innan hinsegin samfélagsins í dag, til að mynda eikynhneigða, intersex fólk, pankynhneigða og BDSM-hneigða en Eiríkur Ernir Þorsteinsson tilheyrði þeim hópi. „Ég hugsa að hápunkturinn fyrir mig, ég er að ganga fyrir BDSM á Íslandi í dag, að sjá öll glöðu andlitin sem fagna okkur þegar við erum að fagna okkur sjálfum,“ sagði Eiríkur. Sérstök áhersla var lögð á málstað trans fólks í ár og voru gestir sammála um að full þörf er á því. „Ég held að það sé alltaf þörf á að minna á öll mannréttindi. Sérstaklega núna þegar það lítur út fyrir það að það sé einhver viðspyrna við því sem að hefur gengið vel“ sagði Gulla Bjarnadóttir, gestur í gleðigöngunni. Aðrir gestir göngunnar tóku í sama streng í samtali við fréttamann. Litadýrð í heimahúsi Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 var fréttakona stödd í hinsegin-gleðskap í tilefni dagsins, sem er sá allra skrautlegasti í bænum, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Þau Sigsteinn Sigurbergsson, Thelma Hilmarsdóttir og Sigríður Ásdís Guðmundsdóttir eru skipuleggjendur veislunnar. Aðspurður segir Sigsteinn Sigurbergsson að veislan verði árlegur viðburður héðan í frá „Við byrjuðum á þessu í fyrra. Þá byrjuðum við svona lítið. Ég á litla stúdíóíbúð, ef það eru tólf þá er fullt. Þannig að ég ákvað að framlengja hana með tjöldum, og ég gerði það og nú passa sextíu,“ segir Sigsteinn. Sigsteinn, Thelma og Sigríður segjast ætla að skella í lás fyrir miðnætti í kvöld og fara á ball. Stöð 2 „Steini er náttúrlega bara stórtækasti maður lífs okkar. Hann gerði þetta einu sinni, hann vildi gera þetta meira og meira og í ár sagði hann, hey stelpur! við hittumst og málum vegginn í pride litunum,“ segir Thelma, aðspurð hvernig þau hafi farið að því að gera íbúðina svo skrautlega. „Við pöntuðum allt á netinu, við fórum á Instagram að safna. Það er ekkert sem Steini á ekki í pride-litunum nema klósettpappír. Við værum til í hann.“ Sigsteinn segir að að ýmislegt sé í bígerð, aðspurður hvort til standi að toppa veisluna á næsta ári. „Sigga er með hugmyndir, Thelma er með hugmyndir og ég er með hugmyndir. Og svo þurfum við að gera það jú.“ Mikið fjör var í veislunni þegar fréttamaður leit við.Stöð 2 Hann segir veisluna ekki eiga eftir standa yfir fram eftir nóttu. „Þetta verður til ellefu, tólf og svo ætlum við bara að skella okkur að ball, að sjálfsögðu,“ segir Sigsteinn. Rjómablíða í göngunni Vel viðraði í borginni til gleðigöngunnar en gífurlega mikill fjöldi fólks gerði sér leið í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna fjölbreytileikanum. Myndband af stemningunni í miðborginni má sjá hér að neðan.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira