Körfubolti

Segir Beyoncé og fleiri listamenn ýta undir Satanisma

Siggeir Ævarsson skrifar
AJ Griffin finnur gleðina í guði
AJ Griffin finnur gleðina í guði Vísir/Getty

AJ Griffin, leikmaður Atlanta Hawks í NBA deildinni, varaði fólk á Twitter við því að fara á tónleika með Beyoncé enda væri hún að ýta undir Satanisma. Af einhverjum ástæðum ákvað hann að eyða tvítinu.

Það er ekki óalgengt að bandarískir íþróttamenn séu mjög opnir með sína trú og þakka guði fyrir flest sem þeir afreka inni á vellinum í viðtölum. Griffin er þó í ákveðnum sérflokki en svo til öll tvít sem hann sendir frá sér eru trúarleg og oftar en ekki tilvitnanir í Biblíuna.

Í gær setti hann svo tvít í loftið þar sem hann sagði að enginn sannur fylgismaður Jesú Krists ætti að fara á tónleika með Beyoncé, eða raunar neina aðra tónleika sem ýta undir Satanisma. Hann eyddi því svo aftur en internetið gleymir engu.

Tweetið sem AJ eyddiSkjáskot Twitter

Griffin vitnaði þarna í Efesusbréfið í Nýja Testamentinu, en versið sem hann vísar í hljóðar svo: „Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim.“

Hið heilaga orð er vissulega opið til túlkunnar fyrir hvern og einn lesanda en hvernig Griffin náði að tengja popptónlist við Satanisma skal ósagt látið en vegir guðs eru vissulega órannsakanlegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×