Hin stórkostlegu tíðindi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 15:30 Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Noregur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun