Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:58 Íbúar Lahaina horfðu á eldinn nálgast bæinn á þriðjudag. Nú eru að minnsta kosti 53 látnir og tala látinna mun líklega hækka enn frekar. AP/Alan Dickar Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38