Andri Fannar skrifar undir eins árs lánssamning við Elfsborg og verður hann þriðji Íslendingurinn í liðinu. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen leika einnig fyrir liðið.
Elfsborg er þriðja liðið sem Bologna lánar Andra Fannar til, en hann hefur verið á mála hjá liðinu frá árinu 2020 og leikið 15 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni. Áður hefur hann verið lánaður til FCK og NEC Nijmegen, en tækifærin hafa verið af skornum skammti.
Elfsborg situr í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar með eins stigs forskot á Malmö sem situr í öðru sæti eftir 18 umferðir.