Ráðstefna um húsnæðismál - Opið bréf til Alþingis og sveitarstjórna Ámundi Loftsson skrifar 11. ágúst 2023 07:31 Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun