Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:26 Fánunum var flaggað við bæjarskrifstofurnar í gær. Arnar Jónsson Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð. Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira