Leitast við að gera Kjörbúðina að „góðum kosti“ fyrir landsbyggðina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 11:43 Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum. Stjórnendur Samkaupa, sem rekur Kjörbúðina og þrjár aðrar verslanakeðjur á Íslandi, segja útsöluverð á kattamat ekki hafa hækkað þrátt fyrir verðhækkanir frá birgjum. Þá séu nauðsynjavörur á verði sem er samkeppnishæft við aðrar verslanir. Vísir greindi í gær frá máli sem snýr að óánægju íbúa á Hellu með hátt vöruverð Kjörbúðarinnar. Í samtali við Vísi sagði íbúi í nágrenni við Hellu að Hellubúar sneiði gagngert framhjá því að versla við Kjörbúðina vegna þess hve hátt vöruverðið er. Þá fékk Vísir staðfest í dag um að raunverulegt verð kattamatarins í Fjarðarkaupum væru 478 krónur, sem er 241 krónu minna en í Kjörbúðinni á Hellu, sem er 719 krónur. Fréttamaður hafði í gær samband við Jón Jónsson verslunarstjóra Kjörbúðarinnar, sem vísaði á Hauk Benediktsson, Rekstrarstjóra Kjörbúða og Krambúða. Haukur vísaði á Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs. Verðmunurinn er 241 króna.Aðsend Í skriflegu svari hennar sem barst í dag segir að lykilvörur eins og heimilisbrauð og mjólk séu á sama verði í Kjörbúðinni og í lágvöruverslunum. Þá séu aðrar vörur, sem ekki teljast til lykilvara, dýrari. Í tengslum við kattanammið sem Vísir fjallaði um í gær segir að umtalsverðar verðhækkanir hafi borist frá birgjum, að meðaltali um 10 prósent, en útsöluverð Samkaupa hafi ekki hækkað í samræmi við það. Þá leitist fyrirtækið ávallt eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Svar Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan: Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best . Uppfært: Fréttastofu barst þær upplýsingar frá starfsmanni Fjarðarkaupa í morgun að raunverulegt verð á vörunni væru 263 krónur. Frá sama starfsmanni bárust upplýsingar í hádeginu um að verðið hafði í morgun hækkað um 205 krónur, upp í 478 krónur. Matvöruverslun Rangárþing ytra Verslun Neytendur Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Vísir greindi í gær frá máli sem snýr að óánægju íbúa á Hellu með hátt vöruverð Kjörbúðarinnar. Í samtali við Vísi sagði íbúi í nágrenni við Hellu að Hellubúar sneiði gagngert framhjá því að versla við Kjörbúðina vegna þess hve hátt vöruverðið er. Þá fékk Vísir staðfest í dag um að raunverulegt verð kattamatarins í Fjarðarkaupum væru 478 krónur, sem er 241 krónu minna en í Kjörbúðinni á Hellu, sem er 719 krónur. Fréttamaður hafði í gær samband við Jón Jónsson verslunarstjóra Kjörbúðarinnar, sem vísaði á Hauk Benediktsson, Rekstrarstjóra Kjörbúða og Krambúða. Haukur vísaði á Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs. Verðmunurinn er 241 króna.Aðsend Í skriflegu svari hennar sem barst í dag segir að lykilvörur eins og heimilisbrauð og mjólk séu á sama verði í Kjörbúðinni og í lágvöruverslunum. Þá séu aðrar vörur, sem ekki teljast til lykilvara, dýrari. Í tengslum við kattanammið sem Vísir fjallaði um í gær segir að umtalsverðar verðhækkanir hafi borist frá birgjum, að meðaltali um 10 prósent, en útsöluverð Samkaupa hafi ekki hækkað í samræmi við það. Þá leitist fyrirtækið ávallt eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Svar Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan: Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best . Uppfært: Fréttastofu barst þær upplýsingar frá starfsmanni Fjarðarkaupa í morgun að raunverulegt verð á vörunni væru 263 krónur. Frá sama starfsmanni bárust upplýsingar í hádeginu um að verðið hafði í morgun hækkað um 205 krónur, upp í 478 krónur.
Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best .
Matvöruverslun Rangárþing ytra Verslun Neytendur Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira