Erfitt að kyngja en … Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 16:01 Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar