Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2023 20:07 Hreinn við listaverkið sitt með gömlu tannburstunum hans sjálfs. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari. Garðurinn er við Oddeyrargötu 17 og þar eru allir velkomnir og það, sem meira er, það kostar ekkert inn í garðinn, sem er í einkaeigu. Hreinn Halldórsson, sem býr í húsinu segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni. Þar er lofthæðin endalaus og lýsingin síbreytileg. „Þetta er ævintýragarður því hér eru fyrst og fremst ævintýri og ég segi stundum að þetta er uppfullt af prinsum, prinsessum og drottningum en það er hins vegar bara einn kóngur og það er ég sjálfur, þetta er sem sagt mitt kóngsríki,” segir Hreinn hlægjandi. Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 er allur hinn glæsilegasti. Við flest verkin er texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn segist eiga hvert einasta handtak í garðinum, öll verkin og umhirðu garðsins. „Þetta er opið frá tíu á morgnana og til átta á kvöldin og allt ókeypis. Fólk getur labbað hér um og sést niður og myndað og skoðað. Það má alveg snerta og koma við,” bætir Hreinn við. Það má svo sannarlega taka hattinn ofan fyrir dugnaði Hreins og fyrir að opna garðinn sinn fyrir alla áhugasama. Upplýsingaskilti um garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég hef bara svo gaman af því að sýna verkin mín því að þetta er bara mín aðstaða, þetta er bara eins og mitt einkagallerí þannig séð,” segir Hreinn. Og hver eru viðbrögð fólks þegar það kemur til þín? „Það er bara mjög ánægt, virkilega ánægt og það er svo gaman að segja frá því að þetta er alveg frá því að vera börn og yfir í mjög aldrað fólk, sem á erfitt með að ganga og þess vegna setti ég handrið á tröppur og svona, því að það er að koma hérna allur aldur.” Mikil aðsókn er í garðinn, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa virkilega gaman af því að skoða garðinn og spjalla við Hrein.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn er mjög nýtin með alla hluti því í garðinum eru til dæmis gömlu tannburstarnir hans á einu verkinu. „Já, þetta er það sem ég var búin að nota í fjögur eða fimm ár staðráðinn í að nýta þá. Það byrjaði með því að ég var að henda tannburstanum mínum og held á honum svona, er að láta hann detta í ruslið en þá allt í einu sé ég bara, þetta er svo fallegur litur, ég man enn þá hvaða litur þetta var og þá fór ég að safna þeim og ákvað að nýta þá,” segir Hreinn alsæll með garðinn sinn og hvað fólk hefur gaman af því að skoða hann. Hreinn við nokkur af verkunum, sem hann hefur smíðað og eru í garðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn og garðurinn eru á Facebook Akureyri Garðyrkja Menning Föndur Styttur og útilistaverk Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Garðurinn er við Oddeyrargötu 17 og þar eru allir velkomnir og það, sem meira er, það kostar ekkert inn í garðinn, sem er í einkaeigu. Hreinn Halldórsson, sem býr í húsinu segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni. Þar er lofthæðin endalaus og lýsingin síbreytileg. „Þetta er ævintýragarður því hér eru fyrst og fremst ævintýri og ég segi stundum að þetta er uppfullt af prinsum, prinsessum og drottningum en það er hins vegar bara einn kóngur og það er ég sjálfur, þetta er sem sagt mitt kóngsríki,” segir Hreinn hlægjandi. Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 er allur hinn glæsilegasti. Við flest verkin er texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn segist eiga hvert einasta handtak í garðinum, öll verkin og umhirðu garðsins. „Þetta er opið frá tíu á morgnana og til átta á kvöldin og allt ókeypis. Fólk getur labbað hér um og sést niður og myndað og skoðað. Það má alveg snerta og koma við,” bætir Hreinn við. Það má svo sannarlega taka hattinn ofan fyrir dugnaði Hreins og fyrir að opna garðinn sinn fyrir alla áhugasama. Upplýsingaskilti um garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég hef bara svo gaman af því að sýna verkin mín því að þetta er bara mín aðstaða, þetta er bara eins og mitt einkagallerí þannig séð,” segir Hreinn. Og hver eru viðbrögð fólks þegar það kemur til þín? „Það er bara mjög ánægt, virkilega ánægt og það er svo gaman að segja frá því að þetta er alveg frá því að vera börn og yfir í mjög aldrað fólk, sem á erfitt með að ganga og þess vegna setti ég handrið á tröppur og svona, því að það er að koma hérna allur aldur.” Mikil aðsókn er í garðinn, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa virkilega gaman af því að skoða garðinn og spjalla við Hrein.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn er mjög nýtin með alla hluti því í garðinum eru til dæmis gömlu tannburstarnir hans á einu verkinu. „Já, þetta er það sem ég var búin að nota í fjögur eða fimm ár staðráðinn í að nýta þá. Það byrjaði með því að ég var að henda tannburstanum mínum og held á honum svona, er að láta hann detta í ruslið en þá allt í einu sé ég bara, þetta er svo fallegur litur, ég man enn þá hvaða litur þetta var og þá fór ég að safna þeim og ákvað að nýta þá,” segir Hreinn alsæll með garðinn sinn og hvað fólk hefur gaman af því að skoða hann. Hreinn við nokkur af verkunum, sem hann hefur smíðað og eru í garðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn og garðurinn eru á Facebook
Akureyri Garðyrkja Menning Föndur Styttur og útilistaverk Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira