Þá bregðum við okkur á hinsegindaga sem voru formlega settir í dag. Við kíkjum til að mynda í Ölgerðina, sem sækist nú eftir því að verða fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottun Samtakanna '78 um hinseginvænan vinnustað.
Þá verður rætt við aðstoðarskólastjóra sem segir ljóst að grípa verði til aðgerða til að minnka farsímanotkun í grunnskólum. Og við kíkjum norður á Akureyri þar sem listamaður hefur opnað garð sinn gestum og gangandi en þar má finna heimasmíðaðar ævintýraverur.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.