Lífsförunautur Söndru Bullock látinn eftir þriggja ára baráttu við ALS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 06:55 Bullock og Randall á frumsýningu Oceans 8 í New York árið 2018. Bryan Randall, maðurinn sem leikkonan Sandra Bullock kallaði „ástina í lífi sínu“, lést á laugardag. Í tilkynningu frá fjölskyldu Randall sagði að hann hefði greinst með ALS fyrir þremur árum. Hann var 57 ára þegar hann lést. Randall var ljósmyndari og hófst samband hans og Bullock þegar hann var ráðinn til að mynda afmælisveislu sonar hennar Louis árið 2015. Þau sáust saman seinna sama ár, meðal annars í brúðkaupi Jennifer Aniston og Justin Theroux. Bullock ættleiddi Louis, 13 ára, og Lailu, 10 ára, á meðan hún var einhleyp en sagði í viðtali árið 2021 að hún og Randall væru að ala upp þrjú börn saman. Sjálfur átti Randall eina dóttur fyrir. Um hjónband sagðist Bullock ekki þurfa pappír til að sýna og sanna að hún væri góð móðir og maki. „Það þarf ekki að segja mér að vera til staðar þegar hlutirnir eru erfiðir. Það þarf ekki að segja mér að standa af mér storminn við hlið góðs manns,“ sagði hún. ALS er skammstöfun fyrir „amylotrophic lateral sclerosis“ en um er að ræða algegnasta form hreyfitaughrörnunar; „motor neuron disease“. Sjúkdómurinn er oft kenndur við hafnaboltakappann Lou Gehrig. ALS hefur áhrif á hreyfitaugunga sem liggja frá miðtaugakerfi til vöðva. „Fyrstu einkenni eru oftast slappleiki í vöðvum fót- og handleggja, krampar í höndum og fótum, auk þess sem tal verður erfiðara. Sumir fara einnig að hlæja eða gráta af litlu sem engu tilefni, eða finnst þeir skyndilega þurfa að geispa. Framvinda sjúkdómsins er þannig að vöðvar verða sífellt slappari þar til þeir að lokum lamast. Með tímanum versnar hæfni til tals enn frekar og einstaklingar eiga í erfiðleikum með að kyngja. Á endanum veldur mikil rýrnun eða lömun öndunarfæravöðva dauða,“ segir um ALS á Vísindavefnum. Hollywood Bandaríkin Andlát Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Hann var 57 ára þegar hann lést. Randall var ljósmyndari og hófst samband hans og Bullock þegar hann var ráðinn til að mynda afmælisveislu sonar hennar Louis árið 2015. Þau sáust saman seinna sama ár, meðal annars í brúðkaupi Jennifer Aniston og Justin Theroux. Bullock ættleiddi Louis, 13 ára, og Lailu, 10 ára, á meðan hún var einhleyp en sagði í viðtali árið 2021 að hún og Randall væru að ala upp þrjú börn saman. Sjálfur átti Randall eina dóttur fyrir. Um hjónband sagðist Bullock ekki þurfa pappír til að sýna og sanna að hún væri góð móðir og maki. „Það þarf ekki að segja mér að vera til staðar þegar hlutirnir eru erfiðir. Það þarf ekki að segja mér að standa af mér storminn við hlið góðs manns,“ sagði hún. ALS er skammstöfun fyrir „amylotrophic lateral sclerosis“ en um er að ræða algegnasta form hreyfitaughrörnunar; „motor neuron disease“. Sjúkdómurinn er oft kenndur við hafnaboltakappann Lou Gehrig. ALS hefur áhrif á hreyfitaugunga sem liggja frá miðtaugakerfi til vöðva. „Fyrstu einkenni eru oftast slappleiki í vöðvum fót- og handleggja, krampar í höndum og fótum, auk þess sem tal verður erfiðara. Sumir fara einnig að hlæja eða gráta af litlu sem engu tilefni, eða finnst þeir skyndilega þurfa að geispa. Framvinda sjúkdómsins er þannig að vöðvar verða sífellt slappari þar til þeir að lokum lamast. Með tímanum versnar hæfni til tals enn frekar og einstaklingar eiga í erfiðleikum með að kyngja. Á endanum veldur mikil rýrnun eða lömun öndunarfæravöðva dauða,“ segir um ALS á Vísindavefnum.
Hollywood Bandaríkin Andlát Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira