Innlent

Ók í gegnum girðingu og endaði úti í mýri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ökumaðurinn reyndist óslasaður.
Ökumaðurinn reyndist óslasaður. Aðsend

Rólegt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Aðstoðarbeiðnir og umferðarmál hafa verið meðal þeirra hefðbundnu mála sem komu á borð lögreglunnar í dag.

Lögreglan var kölluð til eftir að bifreið var ekið í gegnum girðingu við Reykjavíkurflugvöll og endaði úti í mýri. Ökumaður reyndist óslasaður. 

Ölvaður einstaklingur var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að hlaupa frá lögreglu og brotið rúðu í lögreglubifreið. Þá var annar handtekinn eftir að hafa ógnað konu með hníf. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×