Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni eiga sér stað á Reykjanesskaga í bili. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þá kíkjum við til stórborgarinnar New York en bandarísk samfélagsmiðlastjarna hefur verið ákærð vegna ófremdarástands sem skapðist í borginni í gær þegar hann boðaði þúsundir manna saman undir því yfirskini að gefa út leikjatölvur. Fólk klifraði upp á bíla, kastaði stólum, tókst á og stöðvaði umferð

Rætt verður við fararstjóra íslensks skátahóps sem er nú á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu. Mótið hefur farið erfiðlega af stað vegna hamfararigninga í landinu sem gerðu það að verkum að ekki var hægt að setja upp mótsbúðirnar. Gífurlegur hiti tók svo við og einhverjir skátanna hafa örmagnast og sumir flúið svæðið.

Og við kíkjum til að mynda til Eyja, á Akureyri, Flúðir og í Trékyllisvík í fréttatímanum. Þessir staðir eru nokkrir margra þar sem Verslunarmannahelgin er haldin hátíðleg. Við verðum svo í beinni frá Vatnaskógi, þar sem Sæludagar fara fram á hundrað ára afmæli sumarbúðanna.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×