Megi segja að eldgosið sé að lognast út af Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2023 14:03 Eldgosið við Litla-Hrút er ekkert sérstaklega tilkomumikið lengur. Stöð 2/Arnar Verulega hefur dregið úr gosóróa í eldgosinu við Litla-Hrút og að óbreyttu má gera ráð fyrir því að því ljúki á allra næstu dögum. „Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19