„Ögrun við tungumálið okkar“ Máni Snær Þorláksson skrifar 5. ágúst 2023 09:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, hefur mjög sterka skoðun þegar kemur að merkingum, íslenskan eigi að koma fyrst. Vísir/Vilhelm Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra segir að allar merkingar eigi fyrst að vera á íslensku. Það hafi til að mynda verið ögrun við íslenska tungu þegar Isavia setti upp skilti sem voru fyrst á ensku. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi mjög sterka skoðun á því þegar íslenska er ekki notuð fyrst í merkingum hér á landi. „Þar erum við farin út af sporinu.“ Reglulega vekja merkingar á ensku athygli netverja sem bölva og gagnrýna fyrirtæki og stofnanir fyrir að setja íslenskuna ekki í fyrsta sæti. Enskan hefur orðið mun algengari í merkingum og auglýsingum hér á landi síðan ferðaþjónustan fór að verða ein af helstu atvinnugreinum landsins. Árið 2016 fjallaði Vísir um hvernig flestallar merkingar í miðbænum væru á ensku. Síðan þá hefur reglulega verið vakin athygli á því þegar auglýsingar og vörur eru ekki á íslensku. „Það eiga allar merkingar að vera fyrst á íslensku,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan fari út af sporinu þegar hún notar ekki íslensku fyrst. Til að mynda vekur hún athygli á því þegar sett voru upp skilti á Keflavíkurflugvelli sem voru fyrst á ensku og svo á íslensku. „Isavia hefur sagst ætla að breyta skiltunum sínum en það voru mikil mistök hjá þeim að setja upp skilti fyrst á ensku og ögrun við tungumálið okkar.“ Lilja segist ætla að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í haust. Með tillögunni eigi að leggja mun meiri áhersu á tungumálið. „Annars vegar fyrir þá innflytjendur sem búa hér, þar sem við erum að setja meiri skyldur á þau að læra íslensku. Hins vegar að íslenskan sé miklu sýnilegri en hún hefur verið og við erum að fara í samstarf við ferðaþjónustuna og atvinnulífið um að tekin verði mun ákveðnari skref til þess að gera íslenskunni hærra undir höfði og gera hana sýnilegri.“ Íslensk tunga Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi mjög sterka skoðun á því þegar íslenska er ekki notuð fyrst í merkingum hér á landi. „Þar erum við farin út af sporinu.“ Reglulega vekja merkingar á ensku athygli netverja sem bölva og gagnrýna fyrirtæki og stofnanir fyrir að setja íslenskuna ekki í fyrsta sæti. Enskan hefur orðið mun algengari í merkingum og auglýsingum hér á landi síðan ferðaþjónustan fór að verða ein af helstu atvinnugreinum landsins. Árið 2016 fjallaði Vísir um hvernig flestallar merkingar í miðbænum væru á ensku. Síðan þá hefur reglulega verið vakin athygli á því þegar auglýsingar og vörur eru ekki á íslensku. „Það eiga allar merkingar að vera fyrst á íslensku,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan fari út af sporinu þegar hún notar ekki íslensku fyrst. Til að mynda vekur hún athygli á því þegar sett voru upp skilti á Keflavíkurflugvelli sem voru fyrst á ensku og svo á íslensku. „Isavia hefur sagst ætla að breyta skiltunum sínum en það voru mikil mistök hjá þeim að setja upp skilti fyrst á ensku og ögrun við tungumálið okkar.“ Lilja segist ætla að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í haust. Með tillögunni eigi að leggja mun meiri áhersu á tungumálið. „Annars vegar fyrir þá innflytjendur sem búa hér, þar sem við erum að setja meiri skyldur á þau að læra íslensku. Hins vegar að íslenskan sé miklu sýnilegri en hún hefur verið og við erum að fara í samstarf við ferðaþjónustuna og atvinnulífið um að tekin verði mun ákveðnari skref til þess að gera íslenskunni hærra undir höfði og gera hana sýnilegri.“
Íslensk tunga Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira