Brosti út að eyrum eftir að hafa fengið áritun frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir gefur hér unga aðdáandanum áritun í gær. @crossfitgames Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekki aðeins allt sitt í keppnina á heimsleikunum í CrossFit heldur gefur hún líka mikið af sér til áhugasamra áhorfenda í Madison. CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira