Sport

Katrín Tanja kom sterk til baka í seinni grein dagsins

Siggeir Ævarsson skrifar
Katrín Tanja bætti heldur betur fyrir fyrri grein dagsins í kvöld
Katrín Tanja bætti heldur betur fyrir fyrri grein dagsins í kvöld Mynd: CrossfitGames

Katrín Tanja Davíðsdóttir skaust upp í 9. sæti í heildarkeppni kvenna á heimsmótin í Crossfit í kvöld þegar hún varð 6. í annarri grein dagsins. Anníe Mist Þórisdóttir varð 12. og heldur 5. sætinu.

Katrín fékk 85 stig fyrir 6. sætið og er því komin í 188 stig samanlagt. Anníe Mist er með 216 en Alexis Raptis leiðir keppnina áfram og er komin í 270 stig.

Björgvin Karl Guðmundsson átti ekki jafn gott kvöld og íslensku konurnar, en hann náði ekki að klára greinina undir tímamörkum og endaði í 25. sæti. Hann fellur því niður í 10. sæti í heildarkeppninni og situr þar með 194 stig, 85 stigum á eftir Bandaríkjamanninum Roman Khrennikov sem varð 5. í greininni og heldur því toppsætinu, eftir að hafa orðið fyrstur í fyrri grein dagsins.

Keppni á mótinu heldur áfram á morgun en mótið stendur fram á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×