Það er búist við mikilli keppni í ár en hjá konunum er heimsmeistari síðustu sex ára, Tia-Clair Toomey, ekki með.
Ísland á þrjá keppendur en hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Þrjár greinar fara fram í dag.
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki.
Anníe Mist er á sínum þrettándu heimsleikum en hin tvö eru með í tíunda skiptið. Ísland á því þrjá af reyndustu keppendum heimsleikanna í ár.
Hér fyrir neðan má fylgjast með keppninni í beinni á Youtube síðu heimsleikanna. Fyrsta grein er keppni á fjallahjólum. Fyrir þá sem koma seint inn þá er hægt að spóla til baka og horfa á keppnina þannig.