Góða skemmtun gera skal Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:00 Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Mikilvægt er að huga að afbrotavörnum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur vakið athygli á aukinni hættu á innbrotum þegar fólk fer í frí. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum því fátt er betra til varnar innbrotum en góð nágrannavarsla, að vera með traustar læsingar og skilja eftir ljós bæði inni og úti ef þess er nokkur kostur Öll viljum við eiga góða skemmtun um helgina og til þess að svo megi verða þurfum við að komast heilu og höldnu á áfangastað. Hvort sem við setjum stefnuna á Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflug á Neskaupstað, Eina með öllu á Akureyri eða einfaldlega í sumarbústað með fjölskyldu eða vinum í uppsveitum Suðurlands þá þarf að gefa sér nægan tíma og sleppa framúrakstri. Spennum bílbeltin, njótum þess að vera í góðum félagsskap og látum farþegana um símann og lagavalið á meðan við erum undir stýri. Fólk út um allt land á að geta skemmt sér vel og það gerum við aðeins án ofbeldis. Neyðarlínan 112 og lögreglan í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið í átaki um Góða skemmtun þar sem hvatt er til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum í sumar. Átakið er í góðu samstarfi við þann fjölda einstaklinga og félagasamtaka sem standa að baki hverjum viðburði. Samhent átak okkar allra er nauðsynlegt til að úthýsa hvers kyns ofbeldi og áreitni. Tökum með okkur góða skapið og sýnum öll að slík hegðun á aldrei heima á hátíðum landsmanna. Árangur okkar í forvörnum meðal barna sýnir best hversu mikilvægt það er að fjölskyldan skemmti sér saman. Gott uppeldi felst í að skila börnunum okkar út í lífið þannig að þau séu meðvituð um hætturnar og kunni að forðast þær. Í því felst að stundum þarf að segja nei, - jafnvel við einhverju “rosalega skemmtilegu” sem “allir” fá að gera! Ég tek undir brýningu lögreglunnar og hvet alla foreldra til að fylgjast vel með ferðum barna sinna. Látum það ekki henda að þau séu eftirlitslaus á tjaldstæðum eða viðburðum. Að loknum hátíðarhöldum er brýnt að fara að öllu með gát. Því miður vilja slysin oft eiga sér stað á heimleið, ekki síst vegna þreytu eða ölvunar. Enginn ætti því að aka af stað án góðrar hvíldar og ekki fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu. Munum að Neyðarlínan, 112, er alltaf til taks í neyð og lögreglan er boðin og búin að koma til aðstoðar. Gleðilega verslunarmannahelgi! Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Mikilvægt er að huga að afbrotavörnum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur vakið athygli á aukinni hættu á innbrotum þegar fólk fer í frí. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum því fátt er betra til varnar innbrotum en góð nágrannavarsla, að vera með traustar læsingar og skilja eftir ljós bæði inni og úti ef þess er nokkur kostur Öll viljum við eiga góða skemmtun um helgina og til þess að svo megi verða þurfum við að komast heilu og höldnu á áfangastað. Hvort sem við setjum stefnuna á Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflug á Neskaupstað, Eina með öllu á Akureyri eða einfaldlega í sumarbústað með fjölskyldu eða vinum í uppsveitum Suðurlands þá þarf að gefa sér nægan tíma og sleppa framúrakstri. Spennum bílbeltin, njótum þess að vera í góðum félagsskap og látum farþegana um símann og lagavalið á meðan við erum undir stýri. Fólk út um allt land á að geta skemmt sér vel og það gerum við aðeins án ofbeldis. Neyðarlínan 112 og lögreglan í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið í átaki um Góða skemmtun þar sem hvatt er til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum í sumar. Átakið er í góðu samstarfi við þann fjölda einstaklinga og félagasamtaka sem standa að baki hverjum viðburði. Samhent átak okkar allra er nauðsynlegt til að úthýsa hvers kyns ofbeldi og áreitni. Tökum með okkur góða skapið og sýnum öll að slík hegðun á aldrei heima á hátíðum landsmanna. Árangur okkar í forvörnum meðal barna sýnir best hversu mikilvægt það er að fjölskyldan skemmti sér saman. Gott uppeldi felst í að skila börnunum okkar út í lífið þannig að þau séu meðvituð um hætturnar og kunni að forðast þær. Í því felst að stundum þarf að segja nei, - jafnvel við einhverju “rosalega skemmtilegu” sem “allir” fá að gera! Ég tek undir brýningu lögreglunnar og hvet alla foreldra til að fylgjast vel með ferðum barna sinna. Látum það ekki henda að þau séu eftirlitslaus á tjaldstæðum eða viðburðum. Að loknum hátíðarhöldum er brýnt að fara að öllu með gát. Því miður vilja slysin oft eiga sér stað á heimleið, ekki síst vegna þreytu eða ölvunar. Enginn ætti því að aka af stað án góðrar hvíldar og ekki fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu. Munum að Neyðarlínan, 112, er alltaf til taks í neyð og lögreglan er boðin og búin að koma til aðstoðar. Gleðilega verslunarmannahelgi! Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar