Anníe, Katrín og BKG byrja heimsleikana í ár á fjallahjólum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru góðar vinkonur en þekkja það líka vel að keppa á móti hvorri annarri á heimsleikum. Instagram/@anniethorisdottir Keppni um heimsmeistaratitil karla og kvenna í CrossFit hefst í dag í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. Ísland á þrjá keppendur í aðalkeppninni í ár og það eru allt miklir reynsluboltar. Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira
Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira