Þetta kemur fram í tilkynningu. Þá skiptu tveir Norðmenn með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmar 8,5 milljónir króna í vinning.
Segir í tilkynningunni að hinn al-íslenski 3. vinningur hafi ekki gengið út að þessu sinni. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum.
Fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift, einn miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, einn á lotto.is og einn á Lottó appinu.