Vilja selja Nökkva í eina af fimm bestu deildum heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 09:00 Nökkvi Þeyr Þórisson var markakóngur og besti leikmaður Bestu deildar karla á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson segir að sú vegferð sem St. Louis City ætli fyrir hann hafi orðið til þess að hann gekk í raðir félagsins. Það ætlar að selja hann í eina af fimm bestu deildum Evrópu. Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst. Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst.
Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira