Vilja selja Nökkva í eina af fimm bestu deildum heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 09:00 Nökkvi Þeyr Þórisson var markakóngur og besti leikmaður Bestu deildar karla á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson segir að sú vegferð sem St. Louis City ætli fyrir hann hafi orðið til þess að hann gekk í raðir félagsins. Það ætlar að selja hann í eina af fimm bestu deildum Evrópu. Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst. Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst.
Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira