Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin.

Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð.
Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum.

Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil.
Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012.
Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril.
To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves.
— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023
Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD
With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD
— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023