Skemmdir lögreglu svo miklar að hún eigi ekki rúm til að sofa í Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2023 11:03 Umfangsmikil leit var gerð í húsi Ásu og Heuermann í kjölfar handtöku hans. Facebook/AP Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann, grunaða Gilgo Beach-raðmorðingjans, segir að varla sé hægt að búa á heimilinu eftir að lögreglan lauk þar rannsókn sinni í kjölfar handtöku Heuermann. Skemmdirnar séu svo miklar. Fréttamenn New York Post hafa nýverið sótt að húsi Ásu og Heuermann, tekið myndefni og otað spurningum að Ásu og uppkomnum börnum hennar, þeim til mikillar mæðu. Loks féllst hún á viðtal við vefmiðilinn þar sem hún sagði frá því sem gengið hefur á hjá fjölskyldunni eftir handtöku Heuermann. Húsið það eina sem hún á Í samtali við miðilinn segir hún lögregluna hafa rústað heimili þeirra í leit sinni að sönnunargögnum í málinu. Hún segir skemmdirnar sem lögreglan skildi eftir sig svo miklar að hún eigi ekki einu sinni rúm til þess að sofa í. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifið í sundur. Að auki hafi þau þurft að grafa í gegnum rústirnar til þess eins að finna stól til þess að sitja á. „Ég átti þrjá ketti. Kattakössunum hafði verið kastað út um allt. Ljósmyndunum mínum líka,“ segir Ása. „Sófinn var alveg tættur.“ Hún segir að þrátt fyrir að varla sé hægt að búa í húsinu sé það það eina sem hún á. Í frétt CNN segir að húsleitin hafi skilað 279 vopnum auk annarra sönnunargagna. Mikið uppnám „Börnin mín gráta sig í svefn. Ég meina, þau eru ekki börn. Þau eru fullorðið fólk en þau eru börnin mín og sonur minn er með þroskahömlun, hann grét sig í svefn,“ segir Ása um ástand fjölskyldunnar eftir handtökuna. „Hann er í svo miklu uppnámi og hann skilur ekki. Og sem móðir hef ég engin svör fyrir hann.“ Lögmaður Ásu var með henni í viðtalinu. Hann segir lögregluna og pressuna hafa komið fram við þau eins og skepnur. Ása hefur þegar sótt um skilnað við Heuermann, en þau hafa verið gift í 27 ár. Samkvæmt heimildum New York Post hafa hvorki hún né börn þeirra heimsótt Heuermann í gæsluvarðhald. Hann hafi einungis fengið heimsóknir frá lögmanni sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Fréttamenn New York Post hafa nýverið sótt að húsi Ásu og Heuermann, tekið myndefni og otað spurningum að Ásu og uppkomnum börnum hennar, þeim til mikillar mæðu. Loks féllst hún á viðtal við vefmiðilinn þar sem hún sagði frá því sem gengið hefur á hjá fjölskyldunni eftir handtöku Heuermann. Húsið það eina sem hún á Í samtali við miðilinn segir hún lögregluna hafa rústað heimili þeirra í leit sinni að sönnunargögnum í málinu. Hún segir skemmdirnar sem lögreglan skildi eftir sig svo miklar að hún eigi ekki einu sinni rúm til þess að sofa í. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifið í sundur. Að auki hafi þau þurft að grafa í gegnum rústirnar til þess eins að finna stól til þess að sitja á. „Ég átti þrjá ketti. Kattakössunum hafði verið kastað út um allt. Ljósmyndunum mínum líka,“ segir Ása. „Sófinn var alveg tættur.“ Hún segir að þrátt fyrir að varla sé hægt að búa í húsinu sé það það eina sem hún á. Í frétt CNN segir að húsleitin hafi skilað 279 vopnum auk annarra sönnunargagna. Mikið uppnám „Börnin mín gráta sig í svefn. Ég meina, þau eru ekki börn. Þau eru fullorðið fólk en þau eru börnin mín og sonur minn er með þroskahömlun, hann grét sig í svefn,“ segir Ása um ástand fjölskyldunnar eftir handtökuna. „Hann er í svo miklu uppnámi og hann skilur ekki. Og sem móðir hef ég engin svör fyrir hann.“ Lögmaður Ásu var með henni í viðtalinu. Hann segir lögregluna og pressuna hafa komið fram við þau eins og skepnur. Ása hefur þegar sótt um skilnað við Heuermann, en þau hafa verið gift í 27 ár. Samkvæmt heimildum New York Post hafa hvorki hún né börn þeirra heimsótt Heuermann í gæsluvarðhald. Hann hafi einungis fengið heimsóknir frá lögmanni sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00
Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36