Enn gerðar drónaárásir í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 09:18 Slökkviliðsmenn fyrir utan háhýsi í miðborg Moskvu sem varð fyrir skemmdum vegna dróna í morgun. AP Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi. Samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands voru tveir drónar skotnir niður fyrir utan Moskvu í morgun en minnst einn dróni hæfði háhýsi í Moskvu sem hýsir skrifstofur nokkurra ráðuneyta. Rússar segja að búið hafi verið að trufla innra kerfi drónans og hann hafi brotlent á byggingunni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort einhver lét lífið eða særðist, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þetta er í minnst fjórða sinn á rúmri viku sem árásir af þessu tagi eru gerðar í Moskvu, samkvæmt New York Times. Sambærileg árás var gerð á sunnudaginn en þá segjast Rússar hafa skotið niður einn dróna og að einn til viðbótar hafi brotlent. Þá sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að stríðið í Úkraínu væri að færast til Rússlands. Sjá einnig: „Stríðið færist til Rússlands“ Ráðamenn í Úkraínu viðurkenna sjaldan sem aldrei árásir sem þessar. New York Times segir þó að minnst þrjár mismunandi tegundir úkraínskra dróna hafi verið notaðar til árása í Rússlandi og þar á meðal í Moskvu. Blaðamenn miðilsins greindu myndefni frá Úkraínu en drónar sem sjást þar eru taldir geta flogið hundruð kílómetra. Viðtöl blaðamanna benda einnig til þess að Úkraínumenn séu að auka framleiðslu á þessum drónum með því markmiði að gera tíðari árásir í Rússlandi. Minnst tólf borgara eru sagðir hafa fallið í árásum Rússa á Úkraínu í gær og fleiri en hundrað munu hafa særst. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands voru tveir drónar skotnir niður fyrir utan Moskvu í morgun en minnst einn dróni hæfði háhýsi í Moskvu sem hýsir skrifstofur nokkurra ráðuneyta. Rússar segja að búið hafi verið að trufla innra kerfi drónans og hann hafi brotlent á byggingunni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort einhver lét lífið eða særðist, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þetta er í minnst fjórða sinn á rúmri viku sem árásir af þessu tagi eru gerðar í Moskvu, samkvæmt New York Times. Sambærileg árás var gerð á sunnudaginn en þá segjast Rússar hafa skotið niður einn dróna og að einn til viðbótar hafi brotlent. Þá sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að stríðið í Úkraínu væri að færast til Rússlands. Sjá einnig: „Stríðið færist til Rússlands“ Ráðamenn í Úkraínu viðurkenna sjaldan sem aldrei árásir sem þessar. New York Times segir þó að minnst þrjár mismunandi tegundir úkraínskra dróna hafi verið notaðar til árása í Rússlandi og þar á meðal í Moskvu. Blaðamenn miðilsins greindu myndefni frá Úkraínu en drónar sem sjást þar eru taldir geta flogið hundruð kílómetra. Viðtöl blaðamanna benda einnig til þess að Úkraínumenn séu að auka framleiðslu á þessum drónum með því markmiði að gera tíðari árásir í Rússlandi. Minnst tólf borgara eru sagðir hafa fallið í árásum Rússa á Úkraínu í gær og fleiri en hundrað munu hafa særst.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13
„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00
Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37