Sport

Saklaus sex mánuðum eftir að hann var sakaður um svindl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Bol getur nú farið að einbeita sér að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári.
Peter Bol getur nú farið að einbeita sér að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Getty/Tim Clayton

Ástralski millivegahlauparinn Peter Bol hefur nú verið sýknaður af ásökunum um að hafa fallið á lyfjaprófi fyrir hálfu ári síðan.

Í sýni Bol sem var tekið fyrir sex mánuðum fundist efnið Erythropoietin eða EPO eins og það er kallað en það er notað til að auka framleiðslu rauðra blóðkorna sem hjálpa hlaupurum að auka súrefnisinntöku sína.

Eftir að farið var að skoða B-sýni Bol þá komu fram frábrugðnar niðurstöður sem benti til að um skemmt A-sýni hafi verið að ræða.

Íþróttadómstóllinn í Ástralíu hefur nú úrskurðað í málinu og komist að því að þetta hafi verið fölsk niðurstaða úr lyfjaprófinu.

Sérfræðingar fóru yfir niðurstöðurnar og eftir það var ákveðið að fella niður málið gegn Bol.

„Ég hef verið sýknaður. Þetta var falskt jákvætt próf eins og sagði allan tímann,“ sagði Peter Bol í yfirlýsingu.

Peter Bol er 29 ára gamall og sérhæfir sig í 800 metra hlaupi. Hann varð fjórði á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 og sjöundi á heimsmeistaramótinu í Eugene árið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×