Goslok möguleg eftir eina til tvær vikur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 23:07 Eldgos við Litla-Hrút á Reykjanesskaga hófst 10. júlí síðastliðinn. vísir/vilhelm Dregið hefur úr afli gossins um 30 til 50 prósent síðustu vikuna. Goslok eru möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira