Fótbolti

Guðlaugur Victor beint í byrjunarlið Eupen | Jafntefli í fyrsta leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Það var létt yfir Guðlaugi Victori þegar íslenska landsliðið kom saman í sumar
Það var létt yfir Guðlaugi Victori þegar íslenska landsliðið kom saman í sumar Visir/EPA

Guðlaugur Victor Pálsson fór beint í byrjunarlið Eupen í fyrsta leik tímabilsins í dag, eftir að hafa formlega gengið til liðs við liðið í gær. Hann spilaði allan leikinn í miðri vörn liðsins í 2-2 jafntefli gegn Westerlo.

Eupen komust í 2-0 með tveimur mörkum frá vængmanninum Yentl Van Genechten en Westerlo náðu að bjarga jafntefli á 93. mínútu.

Eupen bjargaði sér naumlega frá falli úr belgísku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en liðið endaði í 15. sæti af 18 liðum.

Guðlaugur Victor, sem er 32, ára, er nú að spila í sínu níunda landi á atvinnumannaferlinum, en hann gekk í raðir Eupen frá DC United í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×