Moe's Bar falur fyrir 99 milljónir Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 14:35 Reksturinn á Moe's Bar hefur verið til húsa í Jafnaseli 6 í fjórtán ár. Vísir/Vilhelm Fasteignin Jafnasel 6 í Breiðholtinu, þar sem barinn Moe's Bar hefur verið rekinn undanfarin fjórtán ár, hefur verið sett á sölu fyrir 99 milljónir króna. Fasteignin er sex herbergja atvinnuhúsnæði sem er 336,7 fermetrar að stærð á efri hæð Jafnasels 6. Fasteignamat fasteignarinnar fyrir árið 2024 er um 79 milljónir króna. Við hliðina á Moe's er smurstöð og bílaverkstæði.Miklaborg Moe's Bar hefur verið töluvert í fréttum frá október á síðasta ári þegar alvarleg líkamsárás átti sér stað barnum. Karlmanni á fimmtugsaldri var þá sparkað niður stiga með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan heilaskaða. Þann 12. júní síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina. Árið 2017 átti sér einnig stað alvarleg líkamsárás á staðnum þegar maður kastaði poka fullum af óopnuðum bjórdósum í annan mann, sló hann með járnröri og kastaði múrstein í höfuð hans. Hægt að kaupa staðinn, reksturinn eða bæði Mögulegum kaupendum standa ýmsir valkostir til boða þegar kemur að kaupum á fasteigninni. Kaupendur geta keypt fasteignina, fasteignina og reksturinn, reksturinn einn og sér eða leigt reksturinn með leigusamningi um fasteignina. Ásett verð miðast við sölu á fasteigninni og rekstri. Barborðið er svo áþekkt barborðinu á Moe's í The Simpsons að maður getur auðveldlega séð Moe Szyslak fyrir sér bak við það.Miklaborg Auk Pool-borðsins eru píluspjöld á staðnum, lítið svið og glæsilegir stuðningsfánar enskra fótboltaliða. Þrír inngangar eru á eigninni, aðalinngangur er á gafli hússins. Við núverandi skipulag er rýmið tvískipti. Í stærri hluta hússins er innréttaður bar með eldhúsi, snyrtingum og innréttingum sem tilheyra rekstrinum. Það er pool-borð á barnum rétt eins og á samnefndum bar í The Simpsons.Miklaborg Í hinum hluta hússins er vinnusalur, geymslur og snyrting. Hurðargat er á milli rýma og því auðvelt að nýta í einu lagi. Barinn hefur vínveitingaleyfi til klukkan þrjú um helgar. Fasteignafélagið Miklaborg sér um sölu fasteignarinnar en nánari upplýsingar má lesa um fasteignina á fasteignavef Vísis. Með dugnaði er hægt að gera vinnusalinn að fínasta samkomusal.Miklaborg Nafn barsins er auðvitað vísun í hinn fræga bar Moe's úr gamanþáttunum The Simpsons. Söguhetjan Homer Simpson er þar fastagestur ásamt Carl, Lenny og Barney Gumble. Þá gerir Bart, sonur Homers, reglulega símaat í Moe sem ærir krullhærðan barþjóninn. Hér fyrir neðan má sjá klippu af því þegar Homer fékk (stutt) lífstíðarbann á barnum: Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Fasteignin er sex herbergja atvinnuhúsnæði sem er 336,7 fermetrar að stærð á efri hæð Jafnasels 6. Fasteignamat fasteignarinnar fyrir árið 2024 er um 79 milljónir króna. Við hliðina á Moe's er smurstöð og bílaverkstæði.Miklaborg Moe's Bar hefur verið töluvert í fréttum frá október á síðasta ári þegar alvarleg líkamsárás átti sér stað barnum. Karlmanni á fimmtugsaldri var þá sparkað niður stiga með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan heilaskaða. Þann 12. júní síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina. Árið 2017 átti sér einnig stað alvarleg líkamsárás á staðnum þegar maður kastaði poka fullum af óopnuðum bjórdósum í annan mann, sló hann með járnröri og kastaði múrstein í höfuð hans. Hægt að kaupa staðinn, reksturinn eða bæði Mögulegum kaupendum standa ýmsir valkostir til boða þegar kemur að kaupum á fasteigninni. Kaupendur geta keypt fasteignina, fasteignina og reksturinn, reksturinn einn og sér eða leigt reksturinn með leigusamningi um fasteignina. Ásett verð miðast við sölu á fasteigninni og rekstri. Barborðið er svo áþekkt barborðinu á Moe's í The Simpsons að maður getur auðveldlega séð Moe Szyslak fyrir sér bak við það.Miklaborg Auk Pool-borðsins eru píluspjöld á staðnum, lítið svið og glæsilegir stuðningsfánar enskra fótboltaliða. Þrír inngangar eru á eigninni, aðalinngangur er á gafli hússins. Við núverandi skipulag er rýmið tvískipti. Í stærri hluta hússins er innréttaður bar með eldhúsi, snyrtingum og innréttingum sem tilheyra rekstrinum. Það er pool-borð á barnum rétt eins og á samnefndum bar í The Simpsons.Miklaborg Í hinum hluta hússins er vinnusalur, geymslur og snyrting. Hurðargat er á milli rýma og því auðvelt að nýta í einu lagi. Barinn hefur vínveitingaleyfi til klukkan þrjú um helgar. Fasteignafélagið Miklaborg sér um sölu fasteignarinnar en nánari upplýsingar má lesa um fasteignina á fasteignavef Vísis. Með dugnaði er hægt að gera vinnusalinn að fínasta samkomusal.Miklaborg Nafn barsins er auðvitað vísun í hinn fræga bar Moe's úr gamanþáttunum The Simpsons. Söguhetjan Homer Simpson er þar fastagestur ásamt Carl, Lenny og Barney Gumble. Þá gerir Bart, sonur Homers, reglulega símaat í Moe sem ærir krullhærðan barþjóninn. Hér fyrir neðan má sjá klippu af því þegar Homer fékk (stutt) lífstíðarbann á barnum:
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira