Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 08:00 Ása sneri aftur að heimili hennar og Rex Heuermann í dag. Facebook/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira