Í kvöldfréttum heyrum við í slökkviliðsstjóranum í Grindavík en liðsmenn hans börðust með þungavélum gegn gróðureldum fram á miðnætti í gærkvöldi og hófust aftur handa í morgun. Stórt landssvæði af mosa hefur brunnið upp og því má reikna með rykfoki frá eldstöðvunum. Við heyrum einnig í erlendum ferðamönnum sem voru hæstánægðir með að sjá eldgosið þrátt fyrir langa göngu að gostöðvunum og til baka.
Vladimír Pútin einræðisherra Rússlands heldur áfram að fyrirskipa eldflaugaárásir á kornútflutningshafnir Úkraínu og lofar á sama tíma leiðtogum Afríku að senda þeim korn þeim að kostnaðarlausu á ráðstefnu með þeim í Pétursborg. Þetta er í fullri andstöðu við fyrri lygar Pútins um að Vesturlönd hafi komið í veg fyrir útflutning Rússlands á korni og öðrum matvælum.
Og við kynnum okkur hugmyndir um lúxushótel í Skaftárhreppi og þá þjónustu sem stendur til að bjóða hótelgestum. Enn er þó óvissa um lagningu vegar að hótelinu vegna deilu þeirra sem ætla að byggja hótelið og nágranna.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.