Putin lofar leiðtogum Afríku fríu korni Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2023 19:21 Einræðisherra Rússlands ánægður á fundi með leiðtogum Afríkuríkja þar sem hann lofar þeim frýju korni. Á sama tíma sprengir hann upp korngeymlsur Úkraínumanna. AP/Pavel Bednyakov, Á meðan Rússlandsforseti lætur eldflaugum rigna yfir korngeymslur í hafnarborgum Úkraínu lofar hann leiðtogum Afríku fríu korni og vonast til að geta endurreist alþjóðlega bankastarfsemi með þeim. Á sama tíma skoðar varnarmálaráðherra Rússlands vígreifur vopnasafn einræðisherra Norður-Kóreu. Nú eru tíu dagar frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga siglingu með korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf sem aðallega var futt til fátækari landa í Afríku og Asíu. Allt síðan þá hafa rússneskar hersveitir gert linnulausar eldflaugaárásir á útflutnngshafnir Úkraínu við Svartahaf til að eyðileggja innviði og kornuppskeru og hafa nú þegar náð að sprengja upp 60 þúsund tonn af korni. Á sama tíma og Rússar standa í þessum árásum og koma í veg fyrir að Úkraína geti flutt út korn, flögrar einræðisherrann Vladimir Putin upp í fangið á leiðtogum Afríkuríkja sem hann hefur boðið til Pétursborgar til að ræða nýja heimsmynd sína. Í leiðinni lofar hann leiðtogunum að senda þeim frítt korn, sem hann hefur þó logið þegar honum hentar að Vesturlönd meini Rússum að flytja út. Fulltrúar 17 ríkja Afríku mættu í dag á tveggja daga fund sem Vladimir Putin boðaði til. Rúmlega helmingi færri en mættu árið 2019 þegar 43 leitogar mættu til fyrsta fundar sem Putin boðaði með leiðtogum Afríku.AP/Sergei Bobylev Þetta er í annað sinn sem leiðtogar Afríku funda sameinglega með Rússum en fyrri fundurinn var haldinn árið 2019 og sótttu hann 43 leiðtogar Afríku. Í þetta skipti eru þeir hins vegar aðeins sautján. „Við erum reiðubúnir að útvega eftirtöldum ríkjum: Búrkína Fasó, Simbabve, Malí, Sómalíu og Eritreu 25-50 þúsund tonn af korni án endurgjalds á næstu þremur eða fjórum mánuðum. Við munum einnig sjá um flutning þessara afurða til neytenda," sagði Putin í ávarpi til leiðtoganna sautján og uppskar mikið lófaklapp frá þeim. Kampakátur einræðisherra Rússlands faðmar að sér Azali Assoumani formann Afríkuráðsins við upphaf leiðtogafundarins í Pétursborg í dag. Ný búinn að bjóðast til að gefa Afríkuríkjum korn á sama tíma og hann sprengir upp kornútflutningshafnir Úkraínu.Getty Eftir að Vesturlönd lokuðu sambandi rússneskra banka við SWIFT millibankafærslukerfið er Putin í mun að koma á nýju kerfi í gegnum nýjan Þróunarbanka með Brasilíu, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. „Tengslin milli landa okkar, BRICS-landanna, eru í þróun og nýtt greiðslukerfi ríkjanna verður notað. Í þessu sambandi sýnist mér að nýi Þróunarbankinn geti gegnt mikilvægu hlutverki við lausn verkefna okkar," sagði Putin við Dilma Rousseff forstjóra nýja Þróunarbankans frammi fyrir rússneskum fjölmiðlum. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands hlustar af athygli á einræðisherrann Kim Jong Un fræða hann um vopnasafn sitt.AP/Norður kórenska fréttastofan Á meðan Putin reynir að tæla sautján Afríkuríki til liðs við sig er útsendari hans, Sergei Shoigu varnarmálaráðherra, gestur einræðisherra Norður-Kóreu ásamt fulltrúum Kína til að minnast þess að 70 ár eru liðin frá vopnahléi í kóreustríðinu. Þar sýndi einræðisherrann Kim Jong Un rússneska stríðsherranum stoltur öll öflugustu vopnin sín, sem Rússar vilja gjarnan fá frá honum til notkunar í ólöglegri innrás í sjálfstæða Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Matvælaframleiðsla Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 Særðum hermönnum bjargað á leynilegu sjúkrahúsi í Úkraínu Læknar á leynilegu hersjúkrahúsi í Úkraínu framkvæma fimmtíu til eitt hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Þeir sem eru mest særðir eru sendir af víglínunni á spítalann. 26. júlí 2023 20:22 Fulltrúi rússneska alræðisins heiðrar einræðisstjórnina í Norður Kóreu Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag. 26. júlí 2023 19:30 Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27 Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Nú eru tíu dagar frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga siglingu með korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf sem aðallega var futt til fátækari landa í Afríku og Asíu. Allt síðan þá hafa rússneskar hersveitir gert linnulausar eldflaugaárásir á útflutnngshafnir Úkraínu við Svartahaf til að eyðileggja innviði og kornuppskeru og hafa nú þegar náð að sprengja upp 60 þúsund tonn af korni. Á sama tíma og Rússar standa í þessum árásum og koma í veg fyrir að Úkraína geti flutt út korn, flögrar einræðisherrann Vladimir Putin upp í fangið á leiðtogum Afríkuríkja sem hann hefur boðið til Pétursborgar til að ræða nýja heimsmynd sína. Í leiðinni lofar hann leiðtogunum að senda þeim frítt korn, sem hann hefur þó logið þegar honum hentar að Vesturlönd meini Rússum að flytja út. Fulltrúar 17 ríkja Afríku mættu í dag á tveggja daga fund sem Vladimir Putin boðaði til. Rúmlega helmingi færri en mættu árið 2019 þegar 43 leitogar mættu til fyrsta fundar sem Putin boðaði með leiðtogum Afríku.AP/Sergei Bobylev Þetta er í annað sinn sem leiðtogar Afríku funda sameinglega með Rússum en fyrri fundurinn var haldinn árið 2019 og sótttu hann 43 leiðtogar Afríku. Í þetta skipti eru þeir hins vegar aðeins sautján. „Við erum reiðubúnir að útvega eftirtöldum ríkjum: Búrkína Fasó, Simbabve, Malí, Sómalíu og Eritreu 25-50 þúsund tonn af korni án endurgjalds á næstu þremur eða fjórum mánuðum. Við munum einnig sjá um flutning þessara afurða til neytenda," sagði Putin í ávarpi til leiðtoganna sautján og uppskar mikið lófaklapp frá þeim. Kampakátur einræðisherra Rússlands faðmar að sér Azali Assoumani formann Afríkuráðsins við upphaf leiðtogafundarins í Pétursborg í dag. Ný búinn að bjóðast til að gefa Afríkuríkjum korn á sama tíma og hann sprengir upp kornútflutningshafnir Úkraínu.Getty Eftir að Vesturlönd lokuðu sambandi rússneskra banka við SWIFT millibankafærslukerfið er Putin í mun að koma á nýju kerfi í gegnum nýjan Þróunarbanka með Brasilíu, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. „Tengslin milli landa okkar, BRICS-landanna, eru í þróun og nýtt greiðslukerfi ríkjanna verður notað. Í þessu sambandi sýnist mér að nýi Þróunarbankinn geti gegnt mikilvægu hlutverki við lausn verkefna okkar," sagði Putin við Dilma Rousseff forstjóra nýja Þróunarbankans frammi fyrir rússneskum fjölmiðlum. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands hlustar af athygli á einræðisherrann Kim Jong Un fræða hann um vopnasafn sitt.AP/Norður kórenska fréttastofan Á meðan Putin reynir að tæla sautján Afríkuríki til liðs við sig er útsendari hans, Sergei Shoigu varnarmálaráðherra, gestur einræðisherra Norður-Kóreu ásamt fulltrúum Kína til að minnast þess að 70 ár eru liðin frá vopnahléi í kóreustríðinu. Þar sýndi einræðisherrann Kim Jong Un rússneska stríðsherranum stoltur öll öflugustu vopnin sín, sem Rússar vilja gjarnan fá frá honum til notkunar í ólöglegri innrás í sjálfstæða Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Matvælaframleiðsla Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 Særðum hermönnum bjargað á leynilegu sjúkrahúsi í Úkraínu Læknar á leynilegu hersjúkrahúsi í Úkraínu framkvæma fimmtíu til eitt hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Þeir sem eru mest særðir eru sendir af víglínunni á spítalann. 26. júlí 2023 20:22 Fulltrúi rússneska alræðisins heiðrar einræðisstjórnina í Norður Kóreu Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag. 26. júlí 2023 19:30 Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27 Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37
Særðum hermönnum bjargað á leynilegu sjúkrahúsi í Úkraínu Læknar á leynilegu hersjúkrahúsi í Úkraínu framkvæma fimmtíu til eitt hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Þeir sem eru mest særðir eru sendir af víglínunni á spítalann. 26. júlí 2023 20:22
Fulltrúi rússneska alræðisins heiðrar einræðisstjórnina í Norður Kóreu Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag. 26. júlí 2023 19:30
Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40