Búið að aflétta öllum takmörkunum á sölu íslenskra upprunaábyrgða Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 14:40 Sala upprunaábyrgða skilar umtalsverðum tekjum til framleiðenda grænnar orku. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun Þýskalands (UBA) hefur aflétt banni við sölu upprunaábyrgða raforku frá Íslandi til Þýskalands. Bannið var sett á vegna gruns um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hér á landi en athugun stofnunarinnar hefur leitt í ljós að svo sé ekki. Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33
Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent