Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2023 08:46 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, og aðrir leiðtogar Repúblikanaflokksins. AP/Patrick Semansky Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. Einhverjir þingmenn hafa áhyggjur af því að skapa fordæmi fyrir því að ákæra forseta hins flokksins af tilefnislausu og óttast pólitísk afköst í forsetakosningum næsta árs. Flestir Repúblikanar eru þó á þeim buxunum að þeir hafi fullt tilefni til að rannsaka hvort ákæra eigi Biden, þó þau viti ekki hvað eigi að rannsaka eða fyrir hvað eigi að ákæra hann. Repúblikanar sem þykja hvað mest til hægri hafa viljað ákæra Biden vegna umsvifa Hunters sonar hans og hefur sá málflutningur hefur dreifst innan flokksins. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er í framboði gegn Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar á næsta ári, segir Repúblikana í fullum rétti til að íhuga að hefja rannsókn á Biden. Nikki Haley, sem er einnig í framboð sló á svipaða strengi, auk annarra leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni. Trump reiður yfir ákærum Trump var tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot í forsetatíð sinni. Fyrst árið 2019 þegar hann bað Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden og gaf í skyn að annars myndi hann stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hann svar svo aftur ákærður árið 2021, vegna árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þingið þann 6. janúar það ár. Trump stendur frammi fyrir ákærum vegna árásarinnar og viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar og hefur alltaf verið reiður yfir því. Þá hefur Trump þrýst á forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni um að halda atkvæðagreiðslu um að afmá ákærurnar gegn forsetanum fyrrverandi. Nú er Trump líklegur til að hljóta aftur tilnefningu Repúblikanaflokksins til næstu forsetakosninga og fer hann aftur gegn Biden, sem segist aftur ætla í kosningabaráttu. Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað kallað eftir því að Biden verði einnig ákærður. Segist næstum því til í rannsókn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar hafa nauman varahluta, hefur á undanförnum mánuðum gefið öfgafyllstu þingmönnum sínum grænt ljós á að hefja ýmsar rannsóknir á Joe Biden og syni hans Hunter, auk embættismanna í ríkisstjórn Bidens. Rannsókn Repúblikana hefur að mestu beinst að þeim tíma þegar Hunter Biden sat í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma og að viðskiptum hans í Kína. Þeir hafa einnig kallað vitni fyrir þingið sem hafa haldið því fram að Dómsmálaráðuneytið hafi verndað Hunter Biden og dregið fæturna í að rannsaka feðgana. Þá hafa Repúblikanar birt vitnisburð, sem Alríkislögregla Bandaríkjanna segir óstaðfestan, um að forsvarsmenn Burisma hafi greitt feðgunum mútur. Því neita forsvarsmenn fyrirtækisins, auk þess sem Fyrr í þessari viku gaf McCarthy í skyn að hann væri að verða tilbúinn til að hefja rannsókn með það í huga að ákæra Biden fyrir embættisbrot en hann þyrfti aðeins meiri tíma. Washington Post hefur þó eftir heimildarmönnum sínum í Repúblikanaflokknum að í einrúmi hafi McCarthy sagt að hann vilji ekki setja það fordæmi að ef mismunandi flokkar stjórni Hvíta húsinu og fulltrúadeildinni verði forsetinn ákærður fyrir embættisbrot, sama hvað. Einhverjir Repúblikanar eru sagðir telja að með ummælum sínum sé McCarthy að reyna að róa öfgafulla þingmenn sem hafa reynst honum erfiðir á undanförnum mánuðum. Ein þeirra þingnefnda sem hafa verið með Biden til rannsóknar um mánaðaskeið birti skýrslu í maí. Þar viðurkenndu þingmenn Repúblikanaflokksins að þeir hefðu engar vísbendingar fundið um að Joe Biden hefði brotið af sér, jafnvel þó þingmennirnir höfðu lengið gefið í skyn að forsetinn og fjölskylda hans hefðu framið glæpi og átt í spillingu. Þingmennirnir komust þó að því að ættingjar Bidens og þar á meðal Hunter hefðu fengið milljónir dala frá erlendum aðilum frá 2015 til 2017, samkvæmt frétt New York Times. Þetta segja Repúblikanar til sönnunar þess að Joe Biden og fjölskylda hans hafi tekið við greiðslum fyrir áhrif. Þetta hafa Repúblikanar þó ekki getað sannað með nokkrum hætti. Umdeilt samkomulag um skattsvik Alríkissaóknari sem Trump skipaði á árum áður hefur verið síðustu árum í að rannsaka alþjóðlega samninga Hunter Biden. Vegna þeirrar rannsóknar gerðu Hunter og lögmenn hans samkomulag við saksóknara um að hann myndi játa að hafa ekki greitt rúmlega hundrað þúsund dali í skatta á tímabili sem hann var í mikilli fíkniefnaneyslu og játa að hafa logið á eyðublaði varðandi bysskaup. Repúblikanar hafa brugðist reiðir við fregnum af þessu samkomulagi og segja það til marks um að Hunter hafi verið tekinn vetlingatökum. Áðurnefndur alríkissaksóknari þvertekur fyrir að það sé rétt. Þetta samkomulag var tekið fyrir í dómsal í gær en dómarinn, sem einnig var skipaður af Trump, neitaði að samþykkja það því. Það vildi hún ekki gera vegna ruglings við skilmálana og gaf hún í skyn að refsing Hunter væri of væg. Dómarinn spurði Hunter einnig hvenær hann hefði síðast neytt fíkniefna eða áfengis og hvort hann væri í meðferð. Hann svaraði: 1. júní 2019 og sagðist ekki í meðferð. Hann sagðist þó vera í stuðningshópi vegna fíknarinnar. Saksóknarnir lýstu því yfir í gær að Hunter Biden væri enn til rannsóknar án þess að fara nánar út í fyrir hvað. Biden og Burisma Eins og áður hefur komið fram hafa Repúblikanar reglulega sakað Biden feðga um spillingu vegna orkufyrirtækisins Burisma, en Hunter sat í stjórn fyrirtækisins á árum áður. Repúblikanar saka Joe Biden um að hafa beitt sér til að reka saksóknara sem á að hafa verið að rannsaka Burisma vegna spillingar. Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rob Portman, einn þingmannanna, birti meðfylgjandi tíst árið 2016 þar sem hann sagði Bandaríkin standa með Úkraínumönnum í baráttunni gegn spillingu. Ukraine s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp— Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Þetta var á sama tíma og Biden, sem var þá varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á stjórnvöld í Úkraínu um að koma saksóknaranum úr embætti, vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Segja Repúblikana í hefndarhug Demókratar segja augljóst að Repúblikanar í séu í hefndarhug og vilji ákæra Biden fyrir embættisbrot af pólitískum ástæðum. Þrátt fyrir nokkrar rannsóknir þingnefnda og annarra hafi ekkert tilefni til ákæru fundist. „Ég skil vel mikilvægi þess að fylgja staðreyndum og sönnunum áður en maður kemst að niðurstöðu en Repúblikanar eru að fara þveröfuga leið,“ sagði Dan Goldman, sem leiddi fyrstu ákæruna gegn Trump í fulltrúadeildinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagst skilja að Repúblikanar vilji ákæra Biden eftir að Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, ákærðu Trump á síðasta kjörtímabili. Hann varaði þó við því ákærur fyrir embættisbrot ættu ekki að verða algengur viðburður. Það myndi ekki reynast bandarísku þjóðinni vel ef slíkt yrði gert reglulega. Sjá einnig: Segist við góða heilsu McConnell hefur ekki rætt við Trump frá því árásin var gerð á þinghúsið en þeir hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Fréttaskýringar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Einhverjir þingmenn hafa áhyggjur af því að skapa fordæmi fyrir því að ákæra forseta hins flokksins af tilefnislausu og óttast pólitísk afköst í forsetakosningum næsta árs. Flestir Repúblikanar eru þó á þeim buxunum að þeir hafi fullt tilefni til að rannsaka hvort ákæra eigi Biden, þó þau viti ekki hvað eigi að rannsaka eða fyrir hvað eigi að ákæra hann. Repúblikanar sem þykja hvað mest til hægri hafa viljað ákæra Biden vegna umsvifa Hunters sonar hans og hefur sá málflutningur hefur dreifst innan flokksins. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er í framboði gegn Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar á næsta ári, segir Repúblikana í fullum rétti til að íhuga að hefja rannsókn á Biden. Nikki Haley, sem er einnig í framboð sló á svipaða strengi, auk annarra leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni. Trump reiður yfir ákærum Trump var tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot í forsetatíð sinni. Fyrst árið 2019 þegar hann bað Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden og gaf í skyn að annars myndi hann stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hann svar svo aftur ákærður árið 2021, vegna árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þingið þann 6. janúar það ár. Trump stendur frammi fyrir ákærum vegna árásarinnar og viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar og hefur alltaf verið reiður yfir því. Þá hefur Trump þrýst á forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni um að halda atkvæðagreiðslu um að afmá ákærurnar gegn forsetanum fyrrverandi. Nú er Trump líklegur til að hljóta aftur tilnefningu Repúblikanaflokksins til næstu forsetakosninga og fer hann aftur gegn Biden, sem segist aftur ætla í kosningabaráttu. Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað kallað eftir því að Biden verði einnig ákærður. Segist næstum því til í rannsókn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar hafa nauman varahluta, hefur á undanförnum mánuðum gefið öfgafyllstu þingmönnum sínum grænt ljós á að hefja ýmsar rannsóknir á Joe Biden og syni hans Hunter, auk embættismanna í ríkisstjórn Bidens. Rannsókn Repúblikana hefur að mestu beinst að þeim tíma þegar Hunter Biden sat í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma og að viðskiptum hans í Kína. Þeir hafa einnig kallað vitni fyrir þingið sem hafa haldið því fram að Dómsmálaráðuneytið hafi verndað Hunter Biden og dregið fæturna í að rannsaka feðgana. Þá hafa Repúblikanar birt vitnisburð, sem Alríkislögregla Bandaríkjanna segir óstaðfestan, um að forsvarsmenn Burisma hafi greitt feðgunum mútur. Því neita forsvarsmenn fyrirtækisins, auk þess sem Fyrr í þessari viku gaf McCarthy í skyn að hann væri að verða tilbúinn til að hefja rannsókn með það í huga að ákæra Biden fyrir embættisbrot en hann þyrfti aðeins meiri tíma. Washington Post hefur þó eftir heimildarmönnum sínum í Repúblikanaflokknum að í einrúmi hafi McCarthy sagt að hann vilji ekki setja það fordæmi að ef mismunandi flokkar stjórni Hvíta húsinu og fulltrúadeildinni verði forsetinn ákærður fyrir embættisbrot, sama hvað. Einhverjir Repúblikanar eru sagðir telja að með ummælum sínum sé McCarthy að reyna að róa öfgafulla þingmenn sem hafa reynst honum erfiðir á undanförnum mánuðum. Ein þeirra þingnefnda sem hafa verið með Biden til rannsóknar um mánaðaskeið birti skýrslu í maí. Þar viðurkenndu þingmenn Repúblikanaflokksins að þeir hefðu engar vísbendingar fundið um að Joe Biden hefði brotið af sér, jafnvel þó þingmennirnir höfðu lengið gefið í skyn að forsetinn og fjölskylda hans hefðu framið glæpi og átt í spillingu. Þingmennirnir komust þó að því að ættingjar Bidens og þar á meðal Hunter hefðu fengið milljónir dala frá erlendum aðilum frá 2015 til 2017, samkvæmt frétt New York Times. Þetta segja Repúblikanar til sönnunar þess að Joe Biden og fjölskylda hans hafi tekið við greiðslum fyrir áhrif. Þetta hafa Repúblikanar þó ekki getað sannað með nokkrum hætti. Umdeilt samkomulag um skattsvik Alríkissaóknari sem Trump skipaði á árum áður hefur verið síðustu árum í að rannsaka alþjóðlega samninga Hunter Biden. Vegna þeirrar rannsóknar gerðu Hunter og lögmenn hans samkomulag við saksóknara um að hann myndi játa að hafa ekki greitt rúmlega hundrað þúsund dali í skatta á tímabili sem hann var í mikilli fíkniefnaneyslu og játa að hafa logið á eyðublaði varðandi bysskaup. Repúblikanar hafa brugðist reiðir við fregnum af þessu samkomulagi og segja það til marks um að Hunter hafi verið tekinn vetlingatökum. Áðurnefndur alríkissaksóknari þvertekur fyrir að það sé rétt. Þetta samkomulag var tekið fyrir í dómsal í gær en dómarinn, sem einnig var skipaður af Trump, neitaði að samþykkja það því. Það vildi hún ekki gera vegna ruglings við skilmálana og gaf hún í skyn að refsing Hunter væri of væg. Dómarinn spurði Hunter einnig hvenær hann hefði síðast neytt fíkniefna eða áfengis og hvort hann væri í meðferð. Hann svaraði: 1. júní 2019 og sagðist ekki í meðferð. Hann sagðist þó vera í stuðningshópi vegna fíknarinnar. Saksóknarnir lýstu því yfir í gær að Hunter Biden væri enn til rannsóknar án þess að fara nánar út í fyrir hvað. Biden og Burisma Eins og áður hefur komið fram hafa Repúblikanar reglulega sakað Biden feðga um spillingu vegna orkufyrirtækisins Burisma, en Hunter sat í stjórn fyrirtækisins á árum áður. Repúblikanar saka Joe Biden um að hafa beitt sér til að reka saksóknara sem á að hafa verið að rannsaka Burisma vegna spillingar. Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rob Portman, einn þingmannanna, birti meðfylgjandi tíst árið 2016 þar sem hann sagði Bandaríkin standa með Úkraínumönnum í baráttunni gegn spillingu. Ukraine s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp— Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Þetta var á sama tíma og Biden, sem var þá varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á stjórnvöld í Úkraínu um að koma saksóknaranum úr embætti, vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Segja Repúblikana í hefndarhug Demókratar segja augljóst að Repúblikanar í séu í hefndarhug og vilji ákæra Biden fyrir embættisbrot af pólitískum ástæðum. Þrátt fyrir nokkrar rannsóknir þingnefnda og annarra hafi ekkert tilefni til ákæru fundist. „Ég skil vel mikilvægi þess að fylgja staðreyndum og sönnunum áður en maður kemst að niðurstöðu en Repúblikanar eru að fara þveröfuga leið,“ sagði Dan Goldman, sem leiddi fyrstu ákæruna gegn Trump í fulltrúadeildinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagst skilja að Repúblikanar vilji ákæra Biden eftir að Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, ákærðu Trump á síðasta kjörtímabili. Hann varaði þó við því ákærur fyrir embættisbrot ættu ekki að verða algengur viðburður. Það myndi ekki reynast bandarísku þjóðinni vel ef slíkt yrði gert reglulega. Sjá einnig: Segist við góða heilsu McConnell hefur ekki rætt við Trump frá því árásin var gerð á þinghúsið en þeir hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Fréttaskýringar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira