„Þetta eru myrkraverk“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 06:31 Fara þurfti tvær ferðir með ruslið sem skilið var eftir um helgina í höfninni. Kópavogshöfn Meiriháttar magn af rusli er ítrekað skilið eftir í hafnargarðinum við Kópavogshöfn. Nú í vikunni var sérlega mikið skilið eftir og kveðst hafnarvörður vera orðinn þreyttur á ástandinu. Dæmi eru um að klósett, vaskur og eldavél hafi verið skilin eftir í höfninni. „Það er ekki eins og þetta komi frá einu heimili. Nema það sé einhver sjúklingur sem þar búi sem safni rusli og drasli bæði inni og úti um allt hús,“ segir Atli Hermannsson, hafnarvörður í Kópavogshöfn. Fara þurfti tvær ferðir á þjónustubíl Kópavogsbæjar með ruslið sem skilið var eftir í hafnargarðinum um helgina. Atli segir magnið nú hafa verið óvenju mikið. „Þetta voru ekki bara einn eða tveir pokar. Heldur heill þjónustubíll. Það er eins og það sé verið að stinga út úr einhverju rónagreni og moka því þangað. Það eru flísaafgangar og allur andskotinn þarna.“ Alltaf sé eitthvað um að dót sé skilið eftir, en þó alls ekki alltaf. „Það er alltaf eitthvað um þetta en meira þegar það tekur að skyggja á kvöldin. Þá getur fólk mætt hingað og skilið þetta eftir óáreitt í skjóli myrkurs. Þetta eru myrkraverk.“ Gæti opnað nytjamarkað Hann segir að fólk hafi skilið eftir allskyns rusl í höfninni. Allt frá húsgögnum til plastrusls. „Það er ekki langt síðan að það var skilið eftir klósett, vaskur og eldavél. Ég gæti auðveldlega stofnað nytjamarkað. Svo er fólk stundum ekki að ganga almennilega frá og þá fýkur þetta út um allt. Maður verður bara, hvað á maður að segja, fyrir vonbrigðum með þessa dýrategund.“ Kópavogur Hafnarmál Umhverfismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
„Það er ekki eins og þetta komi frá einu heimili. Nema það sé einhver sjúklingur sem þar búi sem safni rusli og drasli bæði inni og úti um allt hús,“ segir Atli Hermannsson, hafnarvörður í Kópavogshöfn. Fara þurfti tvær ferðir á þjónustubíl Kópavogsbæjar með ruslið sem skilið var eftir í hafnargarðinum um helgina. Atli segir magnið nú hafa verið óvenju mikið. „Þetta voru ekki bara einn eða tveir pokar. Heldur heill þjónustubíll. Það er eins og það sé verið að stinga út úr einhverju rónagreni og moka því þangað. Það eru flísaafgangar og allur andskotinn þarna.“ Alltaf sé eitthvað um að dót sé skilið eftir, en þó alls ekki alltaf. „Það er alltaf eitthvað um þetta en meira þegar það tekur að skyggja á kvöldin. Þá getur fólk mætt hingað og skilið þetta eftir óáreitt í skjóli myrkurs. Þetta eru myrkraverk.“ Gæti opnað nytjamarkað Hann segir að fólk hafi skilið eftir allskyns rusl í höfninni. Allt frá húsgögnum til plastrusls. „Það er ekki langt síðan að það var skilið eftir klósett, vaskur og eldavél. Ég gæti auðveldlega stofnað nytjamarkað. Svo er fólk stundum ekki að ganga almennilega frá og þá fýkur þetta út um allt. Maður verður bara, hvað á maður að segja, fyrir vonbrigðum með þessa dýrategund.“
Kópavogur Hafnarmál Umhverfismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira