Komi til þess að hægi á hringrásarkerfi Atlantshafsins verði það tímabundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2023 12:31 Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, segir að tímabundin hæging á hringrásarkerfi Atlantshafsins gæti haft áhrif hér á landi komi til kuldakasts. Vísir/Vilhelm Umdeilt er hvort lóðrétt hringrásarkerfi Atlantshafsins stöðvist fyrir lok aldarinnar eins og spáð er fyrir í nýrri rannsókn. Haf- og veðurfræðingur segir að komi til þess að hægi á kerfinu bendi allt til að það verði aðeins tímabundið. Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór. Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór.
Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01