Stjórnarflokkarnir sækja á og Samfylkingin dalar Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 19:22 Stjórnarflokkarnir sækja aðeins í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkarnir myndu þó ekki halda meirihluta sínum á Alþingi yrði kosið nú. Vísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir bæta lítillega við sig fylgi og Samfylkingin dalar samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna dugar ekki til myndunar meirihluta á Alþingi. Stjórnarflokkarnir bæta lítillega við sig fylgi og Samfylkingin dalar samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna dugar ekki til myndunar meirihluta á Alþingi. Könnun Maskínu var gerð frá 6. júlí til dagsins í dag. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,6 prósent, var með 8,8 prósent í síðasta mánuði. Flokkurinn vann hins vegar stórsigur í síðustu kosningum þegar hann fékk 17,3 prósent atkvæða. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn á þingi samkvæmt könnun Maskínu en fylgi floksins dalar um rétt tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun.Grafík/Sara Sjálfstæðisflokkurinn bætir lítillega við sig frá síðustu könnun og mælist nú með 19,3 prósent. Þá bæta Vinstri græn við sig einu prósentustigi frá síðustu könnun og eru nú með 8 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er hins vegar aðeins 36,9 prósent og dygði ekki til myndunar meirihluta ef kosið yrði nú. Stjórnarflokkarnir njóta sameiginlega stuðnings 3,9 prósent kjósenda samkvæmt könnun Maskínu og stjórnarandstöðuflokkarnir 63,1 prósents.Grafík/Sara Hins vegar dregur einnig úr fylgi Samfylkingarinnar sem hefur verið á miklu flugi í könnunum undanfarið ár. Hún mælist nú með 25,3 prósent en í maí og júní könnunum Maskínu mældist flokkurinn með rúmlega 27 prósenta fylgi. Lítil breyting er á fylgi annarra flokka, þannig að tæplega tveggja prósenta fylgistap Samfylkingarinnar virðist að mestu leyti fara yfir til stjórnarflokkanna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Fylgi Samfylkingar nærri þrefaldast frá kosningum Enn eykst fylgi Samfylkingar sem mælist nú tuttugu og sjö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgið hefur nærri þrefaldast frá síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða. 22. maí 2023 19:29 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Stjórnarflokkarnir bæta lítillega við sig fylgi og Samfylkingin dalar samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna dugar ekki til myndunar meirihluta á Alþingi. Könnun Maskínu var gerð frá 6. júlí til dagsins í dag. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,6 prósent, var með 8,8 prósent í síðasta mánuði. Flokkurinn vann hins vegar stórsigur í síðustu kosningum þegar hann fékk 17,3 prósent atkvæða. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn á þingi samkvæmt könnun Maskínu en fylgi floksins dalar um rétt tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun.Grafík/Sara Sjálfstæðisflokkurinn bætir lítillega við sig frá síðustu könnun og mælist nú með 19,3 prósent. Þá bæta Vinstri græn við sig einu prósentustigi frá síðustu könnun og eru nú með 8 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er hins vegar aðeins 36,9 prósent og dygði ekki til myndunar meirihluta ef kosið yrði nú. Stjórnarflokkarnir njóta sameiginlega stuðnings 3,9 prósent kjósenda samkvæmt könnun Maskínu og stjórnarandstöðuflokkarnir 63,1 prósents.Grafík/Sara Hins vegar dregur einnig úr fylgi Samfylkingarinnar sem hefur verið á miklu flugi í könnunum undanfarið ár. Hún mælist nú með 25,3 prósent en í maí og júní könnunum Maskínu mældist flokkurinn með rúmlega 27 prósenta fylgi. Lítil breyting er á fylgi annarra flokka, þannig að tæplega tveggja prósenta fylgistap Samfylkingarinnar virðist að mestu leyti fara yfir til stjórnarflokkanna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Fylgi Samfylkingar nærri þrefaldast frá kosningum Enn eykst fylgi Samfylkingar sem mælist nú tuttugu og sjö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgið hefur nærri þrefaldast frá síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða. 22. maí 2023 19:29 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34
Fylgi Samfylkingar nærri þrefaldast frá kosningum Enn eykst fylgi Samfylkingar sem mælist nú tuttugu og sjö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgið hefur nærri þrefaldast frá síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða. 22. maí 2023 19:29