Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 11:25 Frá mótmælum nærri Knesset, ísraelska þinginu, þar sem vatnbyssum hefur verið beitt gegn mótmælendum. AP/Mahmoud Illean Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin. Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin.
Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01
Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30
Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30