Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2023 09:38 Héðan í frá má göngufólk ekki ganga að eldgosinu að kvöldlagi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Óhlýðnum ekki fylgt inn á hættusvæði Þar segir jafnframt að gosvaktin hafi gengið vel í gærkvöldi og í nótt og að svo virðist sem flestir hafi sýnt því skilning að aðgangur að svæðinu væri háður takmörkunum. Þó hafi nokkur tilfelli verið skráð þar sem aðstoða þurfti fólk sem hafði örmagnast á göngu niður af gönguslóðinni. Þá hafi einhverjir ekki hagað sér vel. „Töluverður fjöldi fólks fór inn á hættusvæðið austan við gíginn og kom sér fyrir upp við hraunjaðarinn. Þeim var ekki fylgt eftir af lögreglu og björgunarsveitarmönnum. Enn sem fyrr eru einstaka ferðamenn til vandræða og fara ekki að fyrirmælum viðbragðsaðila en misvel gekk að koma fólkinu út fyrir hættusvæðið. Ökumaður var staðinn að utan vega akstri á Lækjarvöllum við Djúpavatn í gær. Þá verða nokkrir einstaklingar kærðir fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.“ Þá segir að fjallið Litli-Hrútur sé hættusvæði og að inni á hættusvæði sé fólk á eigin ábyrgð. Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32 „Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Óhlýðnum ekki fylgt inn á hættusvæði Þar segir jafnframt að gosvaktin hafi gengið vel í gærkvöldi og í nótt og að svo virðist sem flestir hafi sýnt því skilning að aðgangur að svæðinu væri háður takmörkunum. Þó hafi nokkur tilfelli verið skráð þar sem aðstoða þurfti fólk sem hafði örmagnast á göngu niður af gönguslóðinni. Þá hafi einhverjir ekki hagað sér vel. „Töluverður fjöldi fólks fór inn á hættusvæðið austan við gíginn og kom sér fyrir upp við hraunjaðarinn. Þeim var ekki fylgt eftir af lögreglu og björgunarsveitarmönnum. Enn sem fyrr eru einstaka ferðamenn til vandræða og fara ekki að fyrirmælum viðbragðsaðila en misvel gekk að koma fólkinu út fyrir hættusvæðið. Ökumaður var staðinn að utan vega akstri á Lækjarvöllum við Djúpavatn í gær. Þá verða nokkrir einstaklingar kærðir fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.“ Þá segir að fjallið Litli-Hrútur sé hættusvæði og að inni á hættusvæði sé fólk á eigin ábyrgð.
Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32 „Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32
„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31