„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 23:00 Rútan og sendiferðabíllinn voru komin ansi nálægt og allt í hnút þar til Kristján mætti. Kristján Söebeck Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið. Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“ Umferð Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“
Umferð Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira