„Ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júlí 2023 13:31 Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Vísir/Samsett mynd Samráðsgátt stjórnvalda þjónar ekki tilgangi sínum þegar umsagnarfrestur að drögum að breytingu á reglugerðum er settur í miðju sumarfríi þorra landsmanna að sögn framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty. Drög að breytingu á reglugerð um útlendinga þrengi möguleika ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira