Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 11:51 Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14. til18. ágúst. Þinghald í málinu er lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira