Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 11:51 Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14. til18. ágúst. Þinghald í málinu er lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira